Home Fréttir Í fréttum Skóflustunga að nýjum íbúðakjarna fyrir fatlað fólk

Skóflustunga að nýjum íbúðakjarna fyrir fatlað fólk

168
0
Mynd frá vinstri: Ólafur Arnarson, Sérverk, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri, Björg Baldursdóttir, formaður velferðarráðs, Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs, Sigrún Þórarinsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Kópavogsbæjar, Jón Kristján Rögnvaldsson skrifstofustjóri starfsstöðva og þróunar á velferðarsviði og Elías Guðmundsson, Sérverk.

Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs tók í gær skóflustungu að nýjum sjö íbúðakjarna fyrir fatlað fólk sem rísa mun við Kleifakór 2 ásamt formanni velferðarráðs, fulltrúum starfsfólks Kópavogsbæjar og framkvæmdaraðila.

<>

Stefnt er að því að ljúka framkvæmdum í febrúar 2025 og mun starfssemi því hefjast vorið 2025 í Kleifakór gangi allt að óskum.

„Það er sérlega ánægjulegt að framkvæmdir við íbúðakjarnann séu hafnar og mikil eftirvænting sem ríkir eftir íbúðunum. Við vonumst til að taka Kleifakór notkun að ári liðnu,“ segir Ásdís.

Sjö íbúðir verða við Kleifakór, á bilinu 53-60 fm að stærð, allar með sér verönd auk sameiginlegrar sólstofu, kvöldverandar og starfsmannarýmis.

Síðasti íbúðakjarni sem Kópavogsbær byggði var sambærilegur sjö íbúðakjarni í Fossvogsbrún sem opnaður var í mars árið 2022 og því hafa bæst við 14 nýjar íbúðir fyrir fatlað fólk á þriggja ára tímabili.

Áætlaður kostnaður eru tæplega 490 milljónir og er það Sérverk sem reisir íbúðakjarnann en hönnun er á hendi AVH arkitektúr – verkfræði – hönnun.

Heimild: Kopavogur.is