Home Fréttir Í fréttum Einingahús flutt frá Grindavík?

Einingahús flutt frá Grindavík?

185
0
Einingahúsin frá Laufási Bygg ehf. eru forsmíðuð í Eistlandi. Hjálmar segir þau skynsamlegan kost ef vilji verði til að byggja hratt. Ljósmynd/Aðsend

Í Grinda­vík eru tvö þriggja íbúða for­smíðuð raðhús (e. prefa­brica­ted modul­ar build­ings) sem hægt væri að taka niður og flytja á ann­an ör­ugg­ari stað á jafn­vel eins skömm­um tíma og tveim­ur mánuðum. Bygg­inga­fé­lagið Lauf­ás Bygg ehf. setti hús­in niður í bæn­um fyr­ir um einu ári og hafa þau verið í út­leigu.

<>

Starfs­hóp­ur um fram­boð á hús­næði fyr­ir Grind­vík­inga til lengri tíma hef­ur kort­lagt mögu­leika á lóðum fyr­ir upp­bygg­ingu hús­næðis, einkum ein­inga­húsa, í sveit­ar­fé­lög­um á suðvest­ur­horni lands­ins. Sam­kvæmt kort­lagn­ing­unni er nóg til af lóðum und­ir slíka upp­bygg­ingu.

Ger­legt en kostnaðarsamt
Hjálm­ar Vil­hjálms­son, fram­kvæmda­stjóri og aðal­eig­andi Lauf­áss Bygg, seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið að fyr­ir­tækið vilji standa með Grinda­vík og því hvar Grind­vík­ing­ar sjái fyr­ir sér að búa í framtíðinni.

Hann seg­ir þó að ef vilji verði til þess að taka ein­inga­hús­in niður sé það vel ger­legt og hægt verði að setja þau upp á öðrum stað á um tveim­ur mánuðum að því gefnu að jarðvinna geti haf­ist sam­hliða. Seg­ir hann að slík fram­kvæmd verði kostnaðar­söm og eðli­legt sé að fyr­ir­tækið beri þann kostnað ekki eitt og sér.

Þá seg­ir Hjálm­ar teikn­ing­ar af nýj­um ein­inga­hús­um frá Lauf­ási til­bún­ar; bæði arki­tekta-, verk­fræðinga- og smíðateikn­ing­ar. Þannig seg­ir hann að hægt verði að lík­ind­um að fá til lands­ins sex til átta þriggja íbúða raðhús inn­an sex mánaða.

„Þetta raðhús sem búið er að hanna er þrjár íbúðir en það breyt­ir hönn­un­inni í sjálfu sér lítið að lengja það í til dæm­is sex íbúðir.“

Hjálm­ar seg­ir að Lauf­ás Bygg eigi for­bókaðan fram­leiðslu­tíma í verk­smiðju í Eistlandi í mars, apríl og maí og á sama tíma eru teikn­ing­ar til staðar sem hannaðar voru frá a til ö af reynd­um ís­lensk­um hönnuðum. Þess vegna væri hægt að af­greiða hús­in á þess­um skamma tíma án þess að gefa af­slátt af gæðum og eft­ir­liti með fram­kvæmd.

Aðal­steini Snorra­son, stofn­anda Arkís og aðal arki­tekt Lauf­ás-hús­anna hef­ur verið með í verk­efn­inu frá upp­hafi. Hér fer hann yfir smíðateikn­ing­ar með verk­efna­stjóra sam­starfsaðila Lauf­ás í Eistlandi. Ljós­mynd/​Aðsend

Gæðafrávik hús­næðis of mik­il
„Lauf­ás er ekki eina fyr­ir­tækið á Íslandi sem sér­hæf­ir sig í for­smíðuðum hús­um. Óháð því hvort Lauf­ás sé þátt­tak­andi í því hús­næðisátaki sem nú er í umræðunni þá finnst mér skyn­sam­legt að skoða vand­lega for­smíðuð ein­inga­hús sem hugs­an­lega lausn.

Það er ekki gott upp­legg að fara í upp­bygg­ingu á hús­næði á met­hraða vegna hús­næðisþarfar Grind­vík­inga á sama tíma og það ligg­ur fyr­ir að ör­yggi og gæði þess hús­næðis sem hef­ur verið fram­leitt á Íslandi síðustu miss­er­in er að hluta til ófull­nægj­andi. Þá er ég ekki bara að tala um raka­skemmd­ir og myglu sem er allt of al­geng hér á landi,“ seg­ir Hjálm­ar.

Ef vilji er til að byggja hratt en á sama tíma hafa gæðin í lagi þá eru for­smíðuð ein­inga­hús skyn­sam­leg­ur kost­ur að sögn Hjálm­ars og seg­ir hann nokk­ur fyr­ir­tæki á Íslandi bjóða upp á góðar lausn­ir í sam­starfi við virta er­lenda fram­leiðend­ur þar um, sem vinna sam­kvæmt rýnd­um og ströng­um gæðaferl­um.

Eft­ir­lit of lítið á Íslandi
Hjálm­ar seg­ir að í dag sé eft­ir­lit bygg­ing­ar­full­trúa of lítið og í raun aðallega bundið við loka­út­tekt­ir þegar svo til allri vinnu er lokið og erfitt að meta gæði vinnu­bragða. Nær öll ábyrgð sé sett á bygg­ing­ar­stjóra sem í sum­um til­fell­um sé verktak­inn sjálf­ur.

„Það er aldrei gott upp­legg að menn hafi eft­ir­lit með sjálf­um sér. Eft­ir­litið við bygg­ing­una á Lauf­ás-hús­un­um er meira af op­in­ber­um aðilum í Eistlandi en það var hér á landi. Ætl­un­in var að lækka kostnað við hús­bygg­ing­ar með ein­fald­ara reglu­verki.

Sú ein­föld­un fólst í að leggja eft­ir­litið svo til niður. Niðurstaðan var miklu hærri heild­ar­kostnaður þar sem mörg hús kalla á stór­felld­ar end­ur­bæt­ur aðeins nokkr­um árum eft­ir að þau voru byggð. Sá mannafli og það fjár­magn sem farið hef­ur í að gera við raka­skemmd­ir í ný­legu hús­næði síðastliðinn ára­tug eða svo hefði ekki þurft ef vandað hefði verið til verka í upp­hafi.

Ef all­ar þess­ar vinnu­stund­ir vegna viðgerða á svo til nýju hús­næði hefði ekki þurft og í staðinn verið nýtt­ar í að byggja nýtt og ör­uggt hús­næði þá væri eng­in hús­næðis­skort­ur á Íslandi. Það eru gríðarleg sam­fé­lags­leg verðmæti í að lág­marka galla við smíði á hús­næði og þar koma for­smíðuð ein­inga­hús mjög sterk inn. Í upp­hafi skal end­inn skoða stend­ur ein­hvers staðar, og það eru orð að sönnu,“ seg­ir Hjálm­ar.

Hjálm­ar Vil­hjálms­son, aðal­eig­andi og fram­kvæmda­stjóri Lauf­ás Bygg, skoðar aðstæður hjá sam­starfsaðila fyr­ir­tæk­is­ins í Eistlandi. Ljós­mynd/​Annað

Tjón óumflýj­an­legt
Lauf­ás Bygg get­ur ráðist í þá fram­kvæmd að flytja hús­in úr Grinda­vík ef vilji verður til þess. Hjálm­ar seg­ir óumflýj­an­legt að fyr­ir­tækið verði fyr­ir mikl­um kostnaði af slíkri fram­kvæmd. „Ef flutn­ing­ur hús­anna spar­ar öðrum tjón, eða dreg­ur úr áhættu þeirra, er eðli­legt að menn deili slík­um björg­un­ar­kostnaði.“

Úr raðhúsa­í­búð á veg­um Lauf­ás Bygg. Ljós­mynd/​Aðsend

Heimild: Mbl.is