Home Fréttir Í fréttum Rakaskemmdir og mygla í Austurbæjarskóla

Rakaskemmdir og mygla í Austurbæjarskóla

113
0
Rakaskemmdir og mygla hafa nýverið greinst í skólahúsnæði Austurbæjarskóla mbl.is

Raka­skemmd­ir og mygla hafa fund­ist á af­mörkuðum svæðum í skóla­hús­næði Aust­ur­bæj­ar­skóla. Þetta kom fram í bréfi sem skóla­stjóri sendi á for­eldra í gær.

<>

Verk­fræðistof­an Mann­vit hef­ur ný­lokið innviðaút­tekt í skól­an­um eft­ir að at­huga­semd­ir komu fram um að inni­vist og loft­gæðum í skól­an­um væri ábóta­vant.

Í bréfi skóla­stjóra kem­ur fram að lekataum­ar hafi greinst í kring­um þak­glugga og eins á af­mörkuðu svæði í kjall­ara tengt lögn­um und­ir botn­plötu. Sýni sem tek­in voru þar leiddu í ljós myglu. Hún greind­ist bæði í tex­tíl­stofu og skrif­stofu hús­varðar sem eru í kjall­ara húss­ins.

Fram­kvæmd­ir næstu þrjá mánuði

Krist­ín Jó­hann­es­dótt­ir, skóla­stjóri Aust­ur­bæj­ar­skóla, sagði í sam­tali við mbl.is að fram­kvæmd­ir væru þegar hafn­ar til að bregðast við þessu.

Í bréfi henn­ar kem­ur fram að finna þurfi leka á þaki og gera viðeig­andi lag­fær­ing­ar. Sömu­leiðis þurfi að laga lagna­kerfi í kjall­ara. Laus búnaður verður þrif­inn eft­ir rétt­um ferl­um en öllu raka­skemmdu bygg­ing­ar­efni verður hent.

Ekki verður not­ast við viðkom­andi rými á fram­kvæmda­tíma sem er ætlaður um þrír mánuðir.

Heimild: Mbl.is