Home Fréttir Í fréttum „Markaðurinn hefur trú á svæðinu“

„Markaðurinn hefur trú á svæðinu“

214
0
Móstekkur á Selfossi. Ljósmynd/Árborg

Sveitarfélagið Árborg seldi byggingarrétt á tólf rað- og parhúsalóðir við Móstekk á Selfossi í síðasta mánuði.

<>

Byggingarrétturinn var boðinn út og skiluðu fimm aðilar tilboði. Allar lóðirnar seldust yfir lágmarksverði sveitarfélagsins og var niðurstöðunni fagnað á bæjarráðsfundi í síðustu viku þar sem salan var staðfest. „Markaðurinn hefur trú á svæðinu,“ segir í bókun bæjarráðs.

Útboðið skilaði sveitarfélaginu tæpum 377 milljónum króna í byggingarréttargjald og rúmlega 236 milljónum króna í gatnagerðargjöld.

Óskar Sigvaldason ehf átti hæsta tilboðið í sex lóðir, samtals fyrir 164,2 milljónir króna, Fossbygg ehf átti hæsta tilboðið í þrjár lóðir, samtals fyrir 159 milljónir króna og Fortis ehf átti hæsta tilboðið í þrjár lóðir, samtals fyrir 53,6 milljónir króna. Eðalbyggingar ehf og Silfurafl ehf buðu einnig í lóðirnar en áttu hvergi hæsta boð

Heimild: Sunnlenska.is