Tvö ný smáhýsi fyrir fólk með fjölþættan vanda voru afhent sveitarfélaginu fimmtudaginn 30. nóvember. Fyrir voru tvö smáhýsi á lóðinni við Dvergholt 2 en þau hafa verið í notkun síðan 2020.
Húsin eru byggð af SS Byggi eins og fyrri húsin tvö og stóð til að afhenda þau í lok febrúar 2024 en verkinu var lokið fyrr en áætlanir gerðu ráð fyrir og því voru þau afhent núna, þremur mánuðum á undan áætlun.
Smáhýsin tvö eru vönduð tveggja herbergja hús, 55 m² að stærð, byggð úr krosslímdum timbureiningum og klædd að utan með álklæðningum. Við öll húsin er steypt verönd.
Heimild: Akureyri.is