Home Fréttir Í fréttum 12.12.2023 Súðavík, stálþil við Langeyri 2023

12.12.2023 Súðavík, stálþil við Langeyri 2023

112
0
Mynd: Sudavik.is

Súðavíkurhöfn óskar eftir tilboðum í verkið „Súðavík stálþil við Langeyri 2023“.

<>

Verkið felst í byggingu á nýjum stálþilskanti sunnan Langeyrar við Súðavík í Álftafirði.

Helstu magntölur eru:

  • ·         Jarðvinna, fylling og þjöppun.
  • ·         Steypa 23 akkerissteina.
  • ·         Reka niður 85 tvöfaldar stálþilsplötur af gerð GHZ-  24-2 og ganga frá stagbitum og stögum.
  • ·         Steypa um 119 m langan kantbita með pollum, kanttré, stigum og þybbum.

Verkinu skal lokið eigi síðan en 1. nóvember 2024.

Útboðsgögn eru aðgengileg í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með þriðjudeginum 28. nóvember 2023 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 12. desember 2023.

Ekki verður haldin sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu og heildartilboðsupphæð.