Fyrsta skóflustungan var tekin 28.september fyrir 11 íbúða fjölbýlishúsi við Sólbakka 2. Það var Laufey Sigurðardóttir sem er nýr eigandi hjá Nestak sem tók skóflustunguna.
Húsið er tveggja hæða og er með 11 íbúðum. Á neðri hæð eru fimm íbúðir og geymslur allra íbúða, á efri hæð eru sex íbúðir. Íbúðirnar eru 79,9 fm að stærð. Húsið er byggt úr steyptum einingum.
Nestak ehf hefur gert samninga við fyrirtæki á svæðinu um að koma að uppbygginu hússins.
Helstu aðilar sem koma að verkefninu eru auk Nestaks: MVA með steyptar einingar, Héraðsverk og Austurríki með jarðvinnu, ISA Raf, með rafmagn, Fjarðalagnir með pípulagnir, Efla hf. verkfræðistofa og KJ Hönnun, arkitektar.
Heimild: Facebooksíða Nestak ehf.