Home Fréttir Í fréttum Nestak byggir fjölbýlishús í Neskaupstað

Nestak byggir fjölbýlishús í Neskaupstað

159
0
Mynd: Nestak ehf
Fyrsta skóflustungan var tekin 28.september fyrir 11 íbúða fjölbýlishúsi við Sólbakka 2. Það var Laufey Sigurðardóttir sem er nýr eigandi hjá Nestak sem tók skóflustunguna.
Mynd: Nestak ehf
Húsið er tveggja hæða og er með 11 íbúðum. Á neðri hæð eru fimm íbúðir og geymslur allra íbúða, á efri hæð eru sex íbúðir. Íbúðirnar eru 79,9 fm að stærð. Húsið er byggt úr steyptum einingum.
Mynd: Nestak ehf
Nestak ehf hefur gert samninga við fyrirtæki á svæðinu um að koma að uppbygginu hússins.
Mynd: Nestak ehf
Helstu aðilar sem koma að verkefninu eru auk Nestaks: MVA með steyptar einingar, Héraðsverk og Austurríki með jarðvinnu, ISA Raf, með rafmagn, Fjarðalagnir með pípulagnir, Efla hf. verkfræðistofa og KJ Hönnun, arkitektar.