Home Fréttir Í fréttum Flókin steypa og tafir vegna glugga

Flókin steypa og tafir vegna glugga

202
0
Vinnupallar eru enn við húsið og talsverð vinna eftir við það. mbl.is/sisi

Hin nýja skrif­stofu­bygg­ing Alþing­is er tals­vert á eft­ir áætl­un. Áformað var að taka hana í notk­un áður en þing hæf­ist á þessu hausti en það gekk ekki eft­ir. Óljóst er á þess­ari stundu hvenær fram­kvæmd­um lýk­ur.

<>

„Enn er þó verið að vinna að frá­gangi við ný­bygg­ing­una og ég ætla því ekki að fara með ná­kvæma dag­setn­ingu á því hvenær flutt verður. Ég tel þó full­víst að við mun­um flytja inn áður en haustþingi lýk­ur.“

Þetta sagði Birg­ir Ármanns­son for­seti Alþing­is við setn­ingu 154. lög­gjaf­arþings­ins 12. sept­em­ber sl. Haustþing­inu lýk­ur rétt fyr­ir jól en varla mun drag­ast svo lengi að ljúka fram­kvæmd­um.

Nær er að tala um ein­hverj­ar vik­ur, eins og Ragna Árna­dótt­ir skrif­stofu­stjóri Alþing­is sagði í viðtali við Morg­un­blaðið á dög­un­um.

Leitað var skýr­inga hjá Rögnu hvað hefði tafið fram­kvæmd­irn­ar.

„Verkið hef­ur taf­ist vegna ým­issa þátta eins og geng­ur og ger­ist, meðal ann­ars vegna áhrifa heims­far­ald­urs­ins og stríðsins í Úkraínu. Upp­steypa húss­ins var flók­in og tók mun lengri tíma en gert var ráð fyr­ir, það voru taf­ir vegna glugga og svo er stein­klæðning­in utan og inn­an í hús­inu ein­stök en einnig tíma­frek.“

Er það rétt sem talað hef­ur verið um að mis­tök hafi verið gerð með kaup á glugg­um?

„Mikl­ar kröf­ur eru gerðar varðandi glugga í hús­inu hvað varðar vind- og vatns­álag. Verktaki legg­ur til og geng­ur frá glugg­um í húsið. Fyrstu glugg­arn­ir sem komu stóðust ekki álags­próf og þurfti því að gera á þeim breyt­ing­ar til þess að þeir að þeir upp­fylltu all­ar kröf­ur.“

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is