Home Fréttir Í fréttum Frestun vegna kæru setur framkvæmdir í uppnám

Frestun vegna kæru setur framkvæmdir í uppnám

222
0
Samþykkt var á vettvangi sveitarstjórnar Rangárþings ytra á dögunum framkvæmdaleyfi fyrir bílastæði við svonefnda Námskvísl sem er skammt áður en komið er að Landmannalaugum sjálfum. mbl.is/Sigurður Bogi

„Auðvitað er súrt að ekki sé hægt að hefjast handa, því skipu­lags­mál­in af hálfu sveit­ar­fé­lags eru frá­geng­in og fjár­magn til staðar til þess að byrja. Við rek­umst alls staðar á veggi,“ seg­ir Eggert Val­ur Guðmunds­son odd­viti Rangárþings ytra.

<>

Samþykkt var á vett­vangi sveit­ar­stjórn­ar Rangárþings ytra á dög­un­um fram­kvæmda­leyfi fyr­ir bíla­stæði við svo­nefnda Námskvísl sem er skammt áður en komið er að Land­manna­laug­um sjálf­um. Þar er fyr­ir stæði, alls 3.000 fer­metr­ar, sem stend­ur til að stækka veru­lega. Nú eru þau áform kom­in í biðstöðu.

Best að hætta þessu brölti
„Rangárþing ytra hef­ur sem sveit­ar­fé­lag skipu­lags­valdið í Land­manna­laug­um með hönd­um, en það er senni­lega það eina sem ekki eru skipt­ar skoðanir um. Okk­ur er í mun að þarna sé staðið vel að mál­um og við höf­um til umráða m.a. 40 millj. kr. fram­lag frá Fram­kvæmda­sjóði ferðamannastaða til fram­kvæmda í haust.

En svo virðist að fátt ef nokkuð megi gera og þarna geta þrýsti­hóp­ar haft óeðli­lega mik­il áhrif að mínu mati. Þá er líka um­hugs­un­ar­verð staða að ríkið, í þessu til­viki for­sæt­is­ráðuneytið, samþykki ekki fram­kvæmda­leyfið og hafði þó verið virk­ur þátt­tak­andi á und­ir­bún­ings­tíma.

Því hlýt­ur að vera um­hugs­un­ar­efni fyr­ir sveit­ar­stjórn að hætta öllu þessu brölti, því með slíku mætti spara sveit­ar­sjóði um­tals­verða pen­inga og vinnu,“ seg­ir Eggert Val­ur.

Meira í Morg­un­blaðinu í gær, þriðju­dag.

Heimild: Mbl.is