Byggingarréttur fylgir þó eigninni sem gæti aukið tekjumöguleika nýrra eigenda og hækkar það líklegast verðmatið.
Samkvæmt útreikningum Viðskiptablaðsins byggðum á mælikvörðum sem sérfræðingar á eignamörkuðum styðjast við má áætla að verðmat Perlunnar sé á bilinu 2,5 til 3 milljarðar íslenskra króna.
Leigutekjur Perlunnar eru rúmar 20 milljónir á mánuði en rekstrarkostnaður eignarinnar er hærri en gerist og gengur.
Með Perlunni fylgir þó byggingarréttur á lóðinni fyrir 1.238,5 m2 viðbyggingu sem var ætlað að hýsa stjörnuver (e. planetarium) en mun það óhjákvæmilega hækka verðmatið.
Samkvæmt upplýsingum frá borginni þarf að breyta skipulagi ef salurinn verður nýttur í eitthvað annað en sýningarrými en samkvæmt því sem Viðskiptablaðið kemst næst þarf ekki að reka þar stjörnuver.
Sýnilegi hluti viðbyggingarinnar er 369,5 m2 og hinir 869 m2 viðbyggingarinnar eru neðanjarðar. Þá fylgja byggingarréttinum ýmsar breytingar á stofn- og tengistígum á útivistarsvæðinu í kringum Perluna.
Borgarráð samþykkti í síðustu viku að heimila fjármála- og áhættustýringarsviði að hefja söluferli á Perlunni og tveimur vatnstönkum sem eru í eigu borgarinnar. Stærð hússins og tanka er um 5.800 fermetrar og er fasteignamat 3.942.440.000 krónur.
Heimild: Vb.is