Innkaupaskrifstofa Reykjavíkurborgar f.h. Reykjavíkurborgar óskar eftir hæfum aðilum til þátttöku í útboði um rammasamning um útvegun og uppsetningu færanlegra húseininga fyrir Reykjavíkurborg.
Um er að ræða útvegun færanlegs stálgrindar húsnæðis, eða svokallað gámahúsnæði, sem hægt er að flytja með hefðbundnum gáma flutningsleiðum á sjó eða landi.
Verkefni felur í sér annars vegar útvegun húsnæðisins, uppsetningu á verkstað og leigu á húsnæðinu til kaupanda, ásamt niðurtekt og brottflutningi að leigutíma liðnum eða hins vegar kaupum á húsnæðinu og uppsetningu þess á verkstað.
Miðað er við að húshlutar séu sem næst fullbyggðir fyrir flutning á lóð kaupanda. Samningurinn gildir í fjögur ár frá 1. desember 2023.
Útboðsgögn verða eingöngu aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.is – frá kl. 09:30 þann 8. september 2023.
Smellið á íslenska fánann til að fá útboðsvefinn upp á íslensku. Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella á „Nýskráning“.
Vakin er athygli á að senda verður fyrirspurnir í gegnum útboðsvef Reykjavíkurborgar. Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.
Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef Reykjavíkurborgar eigi síðar en: Kl. 10:00 þann 17. október 2023.