Vegagerðin býður hér með út breytingu á vegamótum Álftanesvegar og Garðahraunsvegar. Innifalið í verkinu er breyting á vegamótum Garðaholtsvegar og Garðahraunsvegar ásamt gerð göngu- og hjólastígs. Einnig er innifalið í verkinu breytingar á lögnum veitufyrirtækja.
Helstu magntölur eru:
Vegagerð
- Bergskering í vegstæði 1.150 m3
- Fyllingarefni úr skeringu 250 m3
- Fyllingarefni úr námu 5.850 m3
- Fláafleygar úr skeringum 1.045 m3
- Ræsalögn 49 m
- Styrktarlag 6.600 m3
- Burðarlag 1.630 m3
- Malbik 17.290 m2
- Vegrið 173 m
- Götulýsing, uppsetning ljósastaura 49 stk.
- Yfirborðsmerkingar, línur 3.130 m
Veitufyrirtæki
- Strengur, 3x240q Al 12kV 280 m
- Fjarskiptarör 280 m
- Einangruð stálrör 130 m
- Ídráttarrör 184 m
Verkinu skal að fullu lokið 31. ágúst 2024.
Tilboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með mánudeginum 4. september 2023 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 19. september 2023.
Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda og verðtilboð.
Leiðbeiningar fyrir útboðsvefinn TendSign