Home Fréttir Í fréttum Segir framkvæmdirnar ekki hægja á umferð

Segir framkvæmdirnar ekki hægja á umferð

87
0
Myndin var tekin í gær, miðvikudagsmorgun, og sýnir umferð úr Kópavogi til Reykjavíkur um Kringlumýrarbraut í Fossvogi. mbl.is/Andrés

Fram­kvæmd­ir við Kringlu­mýr­ar­braut í Foss­vogi, milli Reykja­vík­ur og Kópa­vogs, eru ekki ástæða þess að veg­far­end­ur hafa þurft að sitja leng­ur í bif­reiðum sín­um en ella und­an­farna morgna og síðdegi að sögn Bjarna Rún­ars Ingvars­son­ar, starf­andi deild­ar­stjóra sam­gangna hjá Reykja­vík­ur­borg. Ein ak­rein í norðurátt hef­ur verið lokuð á kafla vegna fram­kvæmd­anna.

<>

Unnið er að gerð strætó­stöðva sem lengi hef­ur verið kallað eft­ir en þykir staðsetn­ing­in góð fyr­ir stúd­enta í há­skól­un­um sem og starfs­fólk Land­spít­ala sem get­ur tekið hlaupa­hjól frá til­von­andi stoppistöðum.

Bjarni seg­ir gatna­mót stýra því hversu mikið um­ferðarflæði er hverju sinni, og þá helst gatna­mót Kringlu­mýr­ar og Lista­braut­ar og svo gatna­mót Hafna­fjarðar­veg­ar og Víf­ilsstaðaveg­ar, við Hag­kaup í Garðabæ, í þessu til­viki.

Um­ferð er held­ur meiri á há­anna­tíma þessa vik­una held­ur en und­an­farn­ar vik­ur en Guðbrand­ur Sig­urðsson, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn hjá um­ferðardeild lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu, sagði við mbl.is í gær að fólk væri ein­fald­lega bara komið aft­ur úr sum­ar­leyf­um og skól­ar að hefjast.

Lengi kallað eft­ir stöðvum á þess­um stað

Fram­kvæmd­ir standa nú yfir í Foss­vog­in­um en unnið er að bygg­ingu strætó­stöðvar sem verða bæði aust­an- og vest­an­meg­in við veg­inn. Þá er einnig unnið að því að bæta frá­rein inn í Suður­hlíðar.

„Þetta eru strætó­stöðvar sem bæði HR, HÍ og Land­spít­al­inn hafa kallað mikið eft­ir. Þetta er á þeim stað sem þægi­leg­ast er fyr­ir fólk að taka Hopp inn í há­skól­ana eða á Land­spít­al­an og sleppa þannig við um­ferðina í Hlíðunum,“ seg­ir Bjarni Rún­ar.

„Sam­hliða því er verið að gera ak­rein inn í Suður­hlíðar frá Reykja­vík í átt að Kópa­vogi. Það er ak­rein þar núna, en hún er ekki nógu löng. Hún þarf að vera miklu lengri,“ seg­ir Bjarni.

Fram­kvæmd­ir eru hafn­ar aust­an­meg­in við Kringlu­mýr­ar­braut og hefjast vest­an­meg­in við hana í sept­em­ber. Blálitaða svæðið fyr­ir miðju er um­rætt fram­kvæmda­svæði. Kort/​Fram­kvæmda­sjá Reykja­vík­ur­borg­ar

Graf­in sund­ur á versta stað

Á þriðju­dag var grafið í vatns­lögn á fram­kvæmd­ar­svæðinu og varð af þeim sök­um kalda­vatns­laust í Foss­vogi í um eina og hálfa klukku­stund. „Veit­ur eru nú að laga lögn­ina, hún var bara löguð til bráðabirgða á þriðju­dag­inn. Það tek­ur al­veg fjóra daga að laga lögn­ina al­veg vegna þess að það tek­ur tíma að fá rétta efnið. Sam­kvæmt því sem ég hef heyrt var hún graf­in í sund­ur á mjög óheppi­leg­um stað,“ seg­ir Bjarni Rún­ar.

Fram­kvæmd­um aust­an­meg­in við veg­inn seink­ar því um nokkra daga en stefnt var að verklok­um þar í næstu viku. Þegar fram­kvæmd­un­um lýk­ur þeim meg­in verður haf­ist handa vest­an­meg­in. Af­nota­leyfi til fram­kvæmda renn­ur út 18. októ­ber og ger­ir Bjarni ráð fyr­ir að fram­kvæmd­um verði lokið fyr­ir þann tíma.

Vatns­lögn var graf­in í sund­ur við fram­kvæmd­ir á þriðju­dag og tek­ur um fjóra daga að gera al­veg við hana. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Hæg­ir aðeins á um­ferð utan há­anna­tíma

Ein ak­rein af þrem­ur er lokuð á fram­kvæmdakafl­an­um og seg­ir Bjarni lok­un­ina ekki or­saka það að um­ferðin sé hæg­ari á álags­tím­um.

„Fólk held­ur sjálf­krafa að þessi lok­un sé að fara auka tím­ann sem það tek­ur að keyra en það ger­ir það ekki í þess­um aðstæðum sem eru þarna. Það gæti gert það utan há­anna­tíma að fólk þurfi að taka auka tíu sek­únd­ur til að hægja á sér fram­hjá fram­kvæmda­svæðinu. Á há­anna­tíma eru það gatna­mót­in sem stýra því hversu mikið flæði er í gegn. Þess­ar fram­kvæmd­ir hafa bara tak­mörkuð áhrif á um­ferðarflæðið,“ seg­ir Bjarni.

Heimild: Mbl.is