Skipulagsráð hefur fjallað um framkvæmdir án leyfis við Lundargötu 4 á Akureyri, en byggingarfulltrúi bæjarins hefur krafist stöðvunar á framkvæmdum þar.
Bygging sem reist var árið 1914 hefur verið rifin án tilskilinna leyfa auk þess sem verið er að reisa byggingar á lóðinni án byggingarleyfis og í ósamræmi við gildandi skipulag.
Þá virðist að því er fram kemur í fundargerð skipulagsráðs sem hluti framkvæmda sé utan þeirrar lóðar sem lóðaleigusamningur framkvæmdaaðila nær til.
Heimild: Vikubladid.is