Home Fréttir Í fréttum Hyggst byggja verslunarmiðstöð á Höfn

Hyggst byggja verslunarmiðstöð á Höfn

78
0
Skúli segir mjög mikið að gera í verslun á Höfn í Hornafirði en þar vanti verslunarrými. Samsett mynd

Skúli Gunn­ar Sig­fús­son, oft kennd­ur við Su­bway, hyggst byggja versl­un­ar­miðstöð á Höfn í Hornafirði.

<>

Skúli hef­ur óskað eft­ir lóð und­ir versl­un­ar­miðstöð gegnt Mjólk­ur­stöðinni á Höfn, þar sem keyrt er inn í bæ­inn.

Á fundi bæj­ar­ráðs Horna­fjarðar á fimmtu­dag var er­indi Skúla tekið fyr­ir og í fund­ar­gerð fund­ar­ins er tekið fram að bæj­ar­ráð sé já­kvætt fyr­ir er­ind­inu.

Þá var starfs­manni falið að und­ir­búa aðal­skipu­lags­breyt­ingu og gerð deili­skipu­lags vegna versl­un­ar- og þjón­ustu­svæðis, að því er seg­ir í fund­ar­gerð.

Vant­ar versl­un­ar­hús­næði á Höfn

Skúli stend­ur að bygg­ingu á 6.000 fer­metra og 120 her­bergja hót­eli á Reyni­völl­um í Suður­sveit við Jök­uls­ár­lón og fer reglu­lega á Höfn.

„Það er vönt­un á versl­un­ar­hús­næði þarna. Það er gríðarleg­ur straum­ur ferðamanna, all­an árs­ins hring meira að segja. Þarna er mjög mikið að gera í versl­un en það vant­ar betri aðstöðu,“ seg­ir Skúli í sam­tali við mbl.is.

Í versl­un­ar­miðstöðinni yrði ein stór mat­vöru­versl­un, svo­kölluð akk­er­is­versl­un. Ásamt henni yrðu fleiri þjón­ustu­bil fyr­ir smærri versl­an­ir eins og apó­tek og áfeng­is­versl­un eða álíka, að sögn Skúla.

Hann seg­ir ekki tíma­bært að segja til um mögu­leg­an kostnað við bygg­ingu versl­un­ar­miðstöðvar­inn­ar, sem er á hönn­un­arstigi.

Spurður hvort til standi að opna Su­bway í versl­un­ar­miðstöðinni seg­ir Skúli ekki svo vera.

Heimild: Mbl.is