Home Fréttir Í fréttum Bættur tækjakostur bylti getu Vegagerðarinnar til að forgangsraða verkefnum

Bættur tækjakostur bylti getu Vegagerðarinnar til að forgangsraða verkefnum

110
0
Víða er þörf á viðhaldi á vegum úti. KVF

Vegagerðin á von á glás nýrra tækja í sumar, þar á meðal er umferðargreinir, landmælingadróni, borvagn, falllóð og kortasjá.

<>

Vegagerðin á von á fjölda nýrra tækja í sumar, þar á meðal er nýtt falllóð og landmælingadróni.

Forstöðumaður stoðdeildar Vegagerðarinnar segir í tilkynningu að þessi bætti tækjakostur eigi eftir að bylta getu Vegagerðarinnar til að greina hvar viðhalds er þörf og forgangsraða viðgerðum og þar með fjármagni. Þá hætti Vegagerðin að vera eftirbátur annarra Norðurlandaþjóða í jarðtæknirannsóknum.

Stoðdeildin annast rannsóknir á jarðefnum til vegagerðar og sér um landmælingar.

Nýja falllóðsins bíða stór verkefni
Meðal annars á að skipta út gamla falllóðinu, en falllóð eru notuð til að meta burðarþol vega. Þungt lóð er þá látið falla á veginn úr ákveðinni hæð og nemar í tækinu meta styrk vegarins.

Nýja lóðið er sexfalt þyngra en það gamla sem er frá 1985. Það gamla dugir ágætlega til að meta styrk fáfarinna vega en það er of létt til að meta ástand vega þar sem umferð er mikil, til dæmis á höfuðborgarsvæðinu. Falllóðsins bíða stór verkefni en stefnt er að því að mæla alla stofnvegi í kringum höfuðborgarsvæðið og allan hringveginn í sumar.

Auk þessara tækjakaupa á að endurnýja tækjakost rannsóknastofu Vegagerðarinnar, til dæmis á að kaupa kúlnakvörn, hristara og seigjumæla fyrir bik.

Heimild: Ruv.is