Home Fréttir Í fréttum Nýtt veiðihús og nýr veruleiki í laxinum

Nýtt veiðihús og nýr veruleiki í laxinum

224
0
Húsið kom fullbúið í tveimur einingum á staðinn. Nú er verið að ganga frá pöllum og úti aðstöðu og stutt er í að fyrstu veiðimenn gisti. Ljósmynd/Ásgeir A. Ásmundsson

Nýtt veiðihús verður tekið í gagnið við Skógá í byrj­un ág­úst. 147 fer­metra ein­inga­hús var flutt á staðinn og hafa fram­kvæmd­ir við að koma því í gagnið staðið yfir síðustu daga. Teng­ing­ar á lögn­um og frá­veitu ásamt bygg­ingu á pöll­um og aðstöðu stend­ur nú sem hæst og er þar í gangi dæmi­gert ís­lenskt kapp­hlaup í fram­kvæmd­um við að standa við dag­setn­ing­ar.

<>
Fyrri ein­ing­in kom­in á sökk­ul og síðari bíður. Síðustu ár hef­ur verið erfitt að fá gist­ingu við Skógá fyr­ir veiðimenn. Ljós­mynd/Á​sgeir A. Ásmunds­son

Ásgeir Arn­ar Ásmunds­son er leigutaki Skógár og er mætt­ur til leiks í annað sinn í sögu laxveiða í Skógá. Hann kom ánni á kortið sem álit­leg­um veiðikosti fyrr á öld­inni. Eld­gos og önn­ur óár­an leiddu til þess að Skógá varð lax­laus á ný enda hef­ur veiðin þar byggst fyrst og fremst á seiðaslepp­ing­um á laxi.

Ásgeir seg­ir nýj­an veru­leika blasa við. „Heimt­ur hafa minnkað í seiðaslepp­ing­um og í dag eru heimt­urn­ar víða komn­ar niður í eitt pró­sent. Þá er orðið mjög dýrt að byggja upp og tryggja mikla veiði. Hér í Skógá stefn­um við að því að vera með á sem get­ur gefið hundrað laxa á stöng yfir tíma­bilið. Í okk­ar til­viki er það sum­ar­veiði upp á fjög­ur hundruð fiska.

Tíma­bilið okk­ar er styttra en geng­ur og ger­ist eða um sjö­tíu dag­ar. Við opn­um ekki fyrr en 20. júlí og veiðum fram í októ­ber.“ Ásgeir var stadd­ur við nýja veiðihúsið með ham­ar í hönd og grafa var að mæta á svæðið og í mörg horn að líta.

Húsið í sinni end­an­legu mynd. Pall­ar og pott­ur bæt­ist svo við í vik­unni. Ljós­mynd/Á​sgeir A. Ásmunds­son

Síðustu ár hef­ur Skógá gjarn­an verið dagsveiðiá, þannig að menn hafa mætt að morgni og heim að kvöldi nema hrein­lega tjalda eða bóka hót­el sem er nán­ast ógern­ing­ur á Íslandi þegar fyr­ir­var­inn er stutt­ur.

Nú hins veg­ar er í boði fyr­ir veiðimenn veiðihús með fjór­um svefn­her­bergj­um sem hvert og eitt er með sér baðher­bergi. Stofa, eld­hús, þvotta­hús og vöðlugeymsla halda utan um veiðimenn sem sækja heim Skógá.

Palla­smíði stend­ur yfir og þar verður heit­ur pott­ur, grill og fleira sem þykir nauðsyn­legt í laxveiði þar sem sjálfs­mennska ræður ríkj­um. Raf­magns­hleðslu­stöð verður í boði ef ein­hver vill fara á slík­um far­skjóta í veiði.

Sig­urður Héðinn gerði góða veiði í Skógá í fyrra. Hér er hann bú­inn að setja í fisk rétt ofan við ár­mót Kvernu og Skógár. Ármót­in eru gjöf­ull veiðistaður þegar hann mæt­ir. Ljós­mynd/​Eggert Skúla­son

Enn hef­ur ekki verið bókaður lax í Skóga en hefðbundið er að þeir fyrstu fari að láta sjá sig á þess­um tíma. Í fyrra var hlut­fall hænga sem veidd­ist í ánni, yf­ir­gnæf­andi. Bú­ast menn við að hrygn­urn­ar mæti í sum­ar og þá gjarn­an sem tveggja ára lax.

Kvóti á stöng er þrír lax­ar en Ásgeir seg­ir stefnt að því að minnka hann á næsta ári niður í tvo. „Það er bara orðið meira í tísku að birta af sér mynd­ir eða víd­eó að sleppa fiski og þeim fer fækk­andi veiðimönn­un­um sem vilja taka með sér mikið af fiski. Umræðan síðustu árin hef­ur breytt þessu and­rúms­lofti,“ upp­lýsti Ásgeir í sam­tali við Sporðaköst.

Það er ljóst að þeir tím­ar þar sem Skógá var með afla­hæstu ánum á land­inu eru ekki í augn­sýn aft­ur. Nú er mark­miðið að byggja upp laxveiðiá sem gef­ur um fjög­ur hundruð laxa síðsum­ars og fram á haustið.

Mest var veiðin í Skógá um 1.600 lax­ar sum­arið 2008 og sá tími er tæp­ast að koma aft­ur en auk­ist heimt­ur get­ur ávinn­ing­ur­inn verið fljót­ur að skila sér. Bleikju­veiðin sveifl­ast mikið í Skógá en þar hafa komið ár sem gefa góða sil­ungsveiði.

Heimild: Mbl.is