Home Fréttir Í fréttum Tugir látnir eftir að íbúðarhús hrundi

Tugir látnir eftir að íbúðarhús hrundi

107
0
Slysið varð aðfaranótt sunnudags. AFP/Daniel Beloumou Olomo

Að minnsta kosti 33 eru látn­ir og 21 særður eft­ir að fjög­urra hæða íbúðar­hús hrundi á annað í borg­inni Douala í Kam­erún.

<>

Slysið varð aðfaranótt sunnu­dags og unnu viðbragðsaðilar hörðum hönd­um við að leita í rúst­un­um og finna þá sem eft­ir­lif­andi gætu verið fram á mánu­dag. AFP grein­ir frá þessu.

Slökkviliðsmenn vinni nú að því að tryggja að eng­inn sé eft­ir und­ir rúst­un­um.

Þá sé þetta ekki í fyrsta sinn sem íbúðar­hús hryn­ur í Douala en svipað slys hafi orðið árið 2016 og þá hafi yf­ir­völd kennt slæmu viðhaldi og broti á reglu­gerðum um at­b­urðinn. Í júní sama ár komust yf­ir­völd af því að fimm hundruð bygg­ing­ar væru að hruni komn­ar.

Heimild: Mbl.is