F.h. Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í eftirfarandi verk:
Loftræsisamstæður fyrir 1. og 2. áfanga Rimaskóla, útboð nr. 15869
Lauslegt yfirlit yfir verkið:
Um er að ræða tvær eins loftræsisamstæður sem hvor þjónustar eina álmu skólans.
Afköst, stærð og fyrirkomulag á loftræsisamstæðunum er eins fyrir báðar samstæðurnar.
Stýring fyrir samstæður skal vera sjálfstæð fyrir hverja samstæðu og koma tilbúin og uppsett með samstæðu frá framleiðanda.
Helstu tæknikröfur samstæða 1 og samstæða 2:
- Loftmagn 4.000 l/s @ 200 Pa
- Varmaendurvinnsla 80% um plötuvarmaskipti (með framhjáhlaupi)
- Hæð ekki meiri en 2300 mm (takmarkað pláss í þakrými)
- Breidd ekki meiri en 2300 mm (takmarkað pláss í þakrými)
Útboðsgögn verða eingöngu aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.is – frá kl. 15:00 þann 23. júní 2023. Smellið á íslenska fánann til að fá útboðsvefinn upp á íslensku. Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella á „Nýskráning“.
Vakin er athygli á að senda verður fyrirspurnir í gegnum útboðsvef Reykjavíkurborgar. Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.
Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef Reykjavíkurborgar eigi síðar en: kl. 10:00 þann 7. júlí 2023.