Consensa fyrir hönd Grímsnes- og Grafningshrepps óskar eftir tilboðum í uppbyggingu íþróttamiðstöðvarinnar á Borg samkvæmt skilmálum útboðsgagna.
Viðbyggingin tengist íþróttahúsi og sundlaugarbyggingu að vestanverðu sem verður á tveimur hæðum með heildarflatarmál um 670m². Á 1.hæð viðbyggingar mun vera líkamsræktaraðstaða, sjúkraþjálfun ásamt stoðrýmum en á 2.hæð verða skrifstofurými og stoðrými.
Gert er ráð fyrir að hvor hæð fyrir sig geti starfað sem sjálfstæð rekstrareining með aðgengi um sameiginlegan inngang, stigahús og lyftu á milli hæða.
Nánari upplýsingar má finna á www.consensa.is og í útboðsgögnum sem eru aðgengileg á útboðsvefnum á vefslóðinni:
https://tendsign.is/doc.aspx?UniqueId=afbbcuaxyb&GoTo=Tender
Hafa skal í huga að tilboðfrestir geta tekið breytingum og eru allar slíkar breytingar eingöngu tilkynntar inn á útboðsvefnum og gildir sá tími sem þar er tiltekinn.