Home Fréttir Í fréttum Ný íbúðabyggð í Garðabæ

Ný íbúðabyggð í Garðabæ

273
0
Hnoðraholt norður. Gert er ráð fyrir blandaðri byggð fjölbýlis og sérbýlis.

Garðabær er að fara í sölu­ferli með lóðir fyr­ir íbúðabyggð sem kölluð er Hnoðraholt norður. Deili­skipu­lag ger­ir ráð fyr­ir íbúðabyggð í fjöl­býl­is-, rað- og ein­býl­is­hús­um á landi sem hall­ar til vest­urs og norðurs og af­mark­ast af Reykja­nes­braut og Arn­ar­nes­vegi. Gert er ráð fyr­ir að íbúðar­hús­in verði á bil­inu ein til fjór­ar hæðir.

<>

Alm­ar Guðmunds­son, bæj­ar­stjóri í Garðabæ, seg­ir byggðina verða í Garðabæj­ar­anda; blöndu fjöl­býl­is og sér­býl­is. Hann seg­ir að nýja byggðin verði sér­stak­lega vel í sveit sett. Hún muni henta þeim sem vilja kom­ast fljótt og ör­ugg­lega í snert­ingu við nátt­úr­una til hvers kyns úti­vist­ar en sé á sama tíma í hjarta höfuðborg­ar­svæðis­ins og tengd stór­um um­ferðaræðum eins og Reykja­nes­braut og Arn­ar­nes­vegi.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is