Home Fréttir Í fréttum NATO fullfjármagnar uppbyggingu í Helguvík

NATO fullfjármagnar uppbyggingu í Helguvík

134
0
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra á utanríkisráðherrafundi Atlantshafsbandalagsins í Búkarest í fyrra. Með henni á myndinni eru Bogdan Aurescu, utanríkisráðherra Rúmeníu, og Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins.

Bygg­ing nýs 390 metra langs viðlegukants í Helgu­vík í Reykja­nes­bæ og 25.000 rúm­metra olíu­birgðageymsla verður full­fjár­magnað af Atlants­hafs­banda­lag­inu. Fram­kvæmd­in er met­in á um 5 millj­arða króna án virðis­auka­skatts.

<>

Mik­il upp­bygg­ing er á innviðum Íslands tengt varn­ar- og ör­ygg­is­mál­um. Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ut­an­rík­is­ráðherra Íslands, seg­ir í sam­tali við mbl.is að staða Íslands á alþjóðavett­vangi hafa sjald­an verið jafn sterk.

Mik­ill birgðaskort­ur á skipa­eldsneyti

Byggður verður viðlegukant­ur í Helgu­vík að öllu óbreyttu ef Reykja­nes­bær samþykk­ir það. Þór­dís seg­ir að Atlants­hafs­banda­lagið full­fjár­magni það verk­efni. Viðlegukant­ur­inn verður notaður til að þjón­usta her­skip NATO.

„Ef að þessu verk­efni verður, sem ég geri ráð fyr­ir að verði, þá verður það al­farið greitt af Atlants­hafs­banda­lag­inu.“

Ekki er bara verið að gera viðlegukant í Helgu­vík held­ur er líka verið að stækka olíu­birgðageymsl­una sem er þar fyr­ir um 20%. Mik­ill birgðaskort­ur er á skipa­eldsneyti á Norður Atlants­hafi.

„Það er sam­dóma álit sér­fræðinga NATO að birgðageymsla fyr­ir þetta eldsneyti á Íslandi myndi bæta veru­lega úr þess­um skorti. Ísland lagði til Helgu­vík meðal ann­ars vegna nú­ver­andi aðstöðu þar nú þegar en líka vegna ná­lægðar við ör­ygg­i­s­væðið á Kefla­vík­ur­flug­velli,“ seg­ir Þór­dís.

Skylda okk­ar gagn­vart banda­lagsþjóðum

Spurð af hverju þessi aukna upp­bygg­ing sé að eiga sér stað seg­ir hún það vera bæði vegna breyttr­ar heims­mynd­ar en líka bara hefðbund­in viðhalds­vinna NATO ríkja.

„NATO þró­ast auðvitað í takt við tím­ann. Það þarf að halda við verk­efn­um og setja ný verk­efni af stað. Í ör­ygg­is og varn­ar­mál­um skipt­ir staðsetn­ing okk­ar gíf­ur­lega miklu máli,“ seg­ir hún og bæt­ir við að fram­lag Íslend­inga til NATO snú­ist ekki bara um ör­yggi okk­ar, held­ur líka banda­lagsþjóða.

„Það er mik­il­vægt að halda því til haga að svona verk­efni og fjár­fest­ing­ar snú­ast ekki bara um að tryggja ör­yggi okk­ar, held­ur er þetta einnig okk­ar hlut­verk sem verðugur bandamaður og skylda okk­ar gagn­vart banda­lagsþjóðum okk­ar sem við verðum að sinna,“

Tel­ur stöðu Íslands sjald­an verið sterk­ari

Er staða Íslands á alþjóðavett­vangi sterk­ari nú en áður?

„Já ég tel það og staða Íslands er sterk á alþjóðavett­vangi. Það end­ur­spegl­ast til dæm­is með því að við héld­um Evr­ópuráðsfund­inn. Ég tek eft­ir því að það er hlustað á okk­ur.“

Heimild: Mbl.is