Home Fréttir Í fréttum Bygging milljarða laxasláturhúss á lokametrunum

Bygging milljarða laxasláturhúss á lokametrunum

200
0
Vítt er til veggja og hátt til lofts í salarkynnum laxasláturhúss og vinnslu Arctic Fish. Húsið er hólfað niður eftir hlutverki tækjanna sem þar eru. mbl.is/Helgi Bjarnason

Bygg­ing laxaslát­ur­húss og vinnslu Arctic Fish í Bol­ung­ar­vík er á loka­stigi en hún hef­ur aðeins tekið liðlega eitt ár. Fyrstu löx­un­um var slátrað þar í vik­unni til að fá reynslu á tæk­in en stefnt er að því að starf­semi hefj­ist í byrj­un júlí. Slát­ur­húsið er búið nýj­ustu tækni og er sjálf­virkni mik­il. Er þetta ein mesta fram­kvæmd Vest­fjarða um þess­ar mund­ir því heild­ar­fjárfest­ing í húsi og tækj­um nem­ur 4-5 millj­örðum króna.

<>
Öll stykki í kæli­kerf­inu þurfa að vera á rétt­um stað. mbl.is/​Helgi Bjarna­son

Slát­ur­húsið er á Brjótn­um í Bol­ung­ar­vík­ur­höfn. Í byrj­un síðasta árs keypti Arctic Fish ný­bygg­ingu og fram­kvæmd­ir við stækk­un henn­ar og inn­rétt­ingu sem laxaslát­ur­húss og vinnslu hóf­ust síðla vetr­ar.

Fram­kvæmda­tím­inn er því rúmt ár. Vegna aukn­ing­ar í lax­eldi á Vest­fjörðum var slát­ur­hús Arn­ar­lax á Bíldu­dal hætt að anna báðum fyr­ir­tækj­un­um. Hef­ur Arctic þurft að grípa til dýrra bráðabirgðaráðstaf­ana síðustu tvö ár til að leysa sín mál, til dæm­is með því að leigja slát­ur­skip frá Nor­egi.

Heimild: Mbl.is