F.h. Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í eftirfarandi verk:
Laugasól – endurgerð húss og lóðar, útboð nr. 15853
Lauslegt yfirlit yfir verkið:
Verkið felst í endurbótum og fullnaðarfrágangi á leikskólanum Laugasól að Leirulæk 6 í Reykjavík. Byggingin var byggð árið 1965 og er hér um endurbætur og breytingar húsnæðisins að ræða, ásamt lóðaframkvæmdum á hluta lóðar. Byggingin er á tveimur hæðum og heildarstærð húsnæðis um 1.160 m2.
Helstu verkþættir eru:
- Gagngerar endurbætur og breytingar á niðurgröfnum kjallara í jarðhæð sunnan megin lóðar.
- Breytingar og endurbætur efri hæðar.
- Endurnýjun raf-, loftræsti- og lagnakerfa í öllu húsnæðinu.
- Lóðaframkvæmdir og fullnaðarfrágangur lóðar í tengslum við breytingar.
Útboðsgögn verða eingöngu aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.is – frá kl. 14:00 þann 13. júní 2023. Smellið á íslenska fánann til að fá útboðsvefinn upp á íslensku. Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella á „Nýskráning“.
Vakin er athygli á að senda verður fyrirspurnir í gegnum útboðsvef Reykjavíkurborgar. Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.
Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef Reykjavíkurborgar eigi síðar en: kl. 10:00 þann 4. júlí 2023.