Yfirverkstjóri við malbikun hjá Colas á Íslandi segir að verkamenn þurfi að vinna allan sólarhringinn til að vinna upp tafir.
Malbikunarframkvæmdir eru í uppnámi á suðvesturhorninu. Yfirverkstjóri segir að líklega verði unnið allan sólarhringinn til að vinna upp tafir vegna veðurs.
„Það hefur ekki komið neitt sumar en þetta mjakast áfram,“ segir Stefán Már Guðmundsson yfirverkstjóri hjá Colas á Íslandi. Starfsfólk hans, sem er nú sveitt við að leggja malbik á Reykjanesbraut, getur líklega unnið mikið á föstudag enda er spáð rigningu.
„Við erum ekki búin með jafn mikið og við vildum,“ svarar hann aðspurður um hversu langt verkefnið sé komið. Maí hafi verið skelfilegur fyrir malbikun.
„Sko, í yfirlagningu er mánuðurinn nokkurn veginn tapaður,“ segir Stefán Már. Hann telur að þetta hafi ekki alvarleg áhrif á önnur verkefni. „Nei, ætli við þurfum ekki bara að bretta upp ermarnar og fara að vinna allan sólarhringinn eins og vanalega.“
Heimild:Ruv.is