Home Fréttir Í fréttum Hanna borgarlínuna í Kópavogi

Hanna borgarlínuna í Kópavogi

91
0
Mynd: mbl.is/sisi

Borg­ar­línu­verk­efni höfuðborg­ar­svæðis­ins vind­ur fram, skref fyr­ir skref. Ný­lega bauð Vega­gerðin út vinnu við frumdrög borg­ar­línu um Hamra­borg í Kópa­vogi.

<>

Mörk verks­ins í norðri eru á Hafn­ar­fjarðavegi, við sveit­ar­fé­lags­mörk Reykja­vík­ur og Kópa­vogs, og sunn­an­meg­in á Hafn­ar­fjarðar­vegi, við sveit­ar­fé­lags­mörk Kópa­vogs og Garðabæj­ar.

Verk­efnið fel­ur meðal ann­ars í sér að hanna frumdrög að lín­unn­ar í Hamra­borg. Gera skal út­færslu af legu borg­ar­línu, ásamt staðsetn­ingu og út­færslu stöðva, til­lögu að götusniðum, og leiðum fyr­ir gang­andi. Einnig skal gera kostnaðaráætl­un fyr­ir fram­kvæmd­ina.

Verk­inu skal að fullu lokið 31. mars 2024 og er til­boðsfrest­ur til 6. júní nk. Útboðið er aug­lýst á Evr­ópska efna­hags­svæðinu. Sam­kvæmt áætl­un­um á fram­kvæmd­um við þessa leið borg­ar­línu að ljúka árið 2026. Áformað er að ljúka síðasta áfanga borg­ar­línu­verk­efn­is­ins árið 2034.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is