Home Fréttir Í fréttum IKEA stækkar um 12 þúsund fermetra

IKEA stækkar um 12 þúsund fermetra

111
0
Stefán Rúnar Dagsson, framkvæmdastjóri IKEA. IKEA stækkar húsnæði verslunarinnar í Kauptúni 4 um 12 þúsund fermetra. mbl.is/Arnþór

„Nú erum við bara að koma öllu á einn stað. Við þurf­um þá hvorki að senda vör­ur á milli lag­er­rýma né viðskipta­vin­ur­inn að sækja vör­ur á ann­an stað utan hús­næðis versl­un­ar­inn­ar,“ seg­ir Stefán Rún­ar Dags­son, fram­kvæmda­stjóri IKEA á Íslandi, en nú standa yfir heil­mikl­ar fram­kvæmd­ir á lóð IKEA í Kaup­túni í Garðabæ.

<>

Hús­næði IKEA að Kaup­túni 4 stækk­ar um rúma 12 þúsund fer­metra að flat­ar­máli en það er um 22 þúsund fer­metr­ar í dag. Vörula­ger versl­un­ar­inn­ar er á þrem­ur stöðum; í Suður­hrauni 10, Kaup­túni 3 og í hús­næði IKEA að Kaup­túni 4.

Verklok eru áætluð haustið 2024. Tölvu­teikn­ing/​IKEA

Allt sam­kvæmt áætl­un
Nýtt lag­er­rými mun rísa sem leys­ir af hólmi þau tvö sem versl­un­in rek­ur utan sinn­ar lóðar. Stefán seg­ir að nýja rýmið verði jafn­stórt að flat­ar­máli og þau tvö lag­er­rými sem leggj­ast af en það verði hærra til lofts í því nýja. Þá mun bæði ný vöru­mót­taka líta dags­ins ljós og ný vöru­af­greiðsla sem og bætt aðstaða fyr­ir starfs­fólk. Hann seg­ir allt vera sam­kvæmt áætl­un.

Stefán Rún­ar tók við fram­kvæmda­stjóra­stöðunni af Þór­arni Ævars­syni árið 2019. Áður var hann versl­un­ar­stjóri og aðstoðarfram­kvæmda­stjóri í 12 ár. Hann hef­ur þó starfað fyr­ir IKEA í um 30 ár og fyr­ir eig­end­ur IKEA enn leng­ur.

„Ég byrjaði sem kerrustrák­ur í Hag­kaup þegar ég var 13 ára en eig­end­ur IKEA áttu Hag­kaup á þeim tíma. Ég hóf störf hjá IKEA með skóla þegar ég var 18 ára og svo í fullu starfi í kjöl­farið. Fljót­lega eft­ir að ég tók við sem fram­kvæmda­stjóri fór­um við að huga að stækk­un hús­næðis­ins,“ seg­ir Stefán.

„Við byrjuðum í októ­ber á síðasta ári og erum að verða búin með fyrsta hlut­ann sem er jarðverkið og tækni­bygg­ing. Tækni­bygg­ing­in er sér bygg­ing fyr­ir inn­tök­in, bæði vatn og raf­magn. Þar verður einnig var­araf­stöð, geymsl­ur og fleira.“

 

Tækni­bygg­ing­in sem nú er ris­in hýs­ir inn­tök­in, bæði vatn og raf­magn. Þar verður einnig var­araf­stöð, geymsl­ur og fleira. mbl.is/​Arnþór

Inn­an­hús­breyt­ing­ar í reglu­legri skoðun
Stefán seg­ir búið að steypa upp það sem þarf að steypa í sökkla og næsta skref sé að reisa stálið í sjálf­an vörula­ger­inn en sá hluti fram­kvæmd­ar­inn­ar hefj­ist eft­ir um það bil mánuð. Hann seg­ir að ekki hafi verið skoðað að stækka versl­un­ar­rýmið sjálft en seg­ir þó að inn­an­húss­breyt­ing­ar séu í reglu­legri skoðun. „Aðallega er þetta vöru­mót­taka og lag­er en síðan verða þarna heimsend­ing­ar og send­ing­ar út á land sem og „smelltu og sæktu“ þjón­ust­an okk­ar.

IKEA opnaði „smelltu og sæktu“ þjón­ust­una nokkr­um dög­um fyr­ir fyrstu lok­un í Covid og seg­ir Stefán að það hafi gengið vel allt frá fyrsta degi. „Það var eðli­lega meira álag í Covid þar sem eini mögu­leik­inn til að nálg­ast vör­urn­ar okk­ar á staðnum með ein­föld­um hætti var oft á tíðum þessi. Það hef­ur verið mjög jafnt hlut­fall send­inga eft­ir Covid en þó eru ein­hverj­um mánuðir stærri en aðrir, seg­ir hann og bæt­ir við að þró­un­in sé já­kvæð.

 

Húsið sem er að rísa verður tvær hæðir. Á neðri hæðinni verður ný vöru­mót­taka. Nýr 8 þúsund fer­metra vörula­ger mun þá rísa und­ir rauða kran­an­um á mynd­inni. Gamla vöru­mót­tak­an, vinstra meg­in á mynd­inni leggst af og húsið verður lengt um það bil út steypta planið. Þar mun verða sett upp heil­mik­il rusl­flokk­un­ar­stöð. mbl.is/​Arnþór
Ný vöru­af­greiðslu lít­ur dags­ins ljós. Viðskipta­vin­ir IKEA munu ekki leng­ur þurfa að sækja vör­urn­ar á ann­an stað utan hús­næðis versl­un­ar­inn­ar. Tölvu­teikn­ing/​IKEA

Ný starfs­mannaaðstaða og skrif­stof­ur
Hjá IKEA á Íslandi starfa um 470 starf­menn í 365 stöðugild­um. Stefán seg­ir að ný starfs­mannaaðstaða muni líta dags­ins ljós, sem og ný skrif­stofa og ýmis bak­rými. „Tengi­bygg­ing­in sem hýs­ir skrif­stof­ur í dag verður rif­in að hluta og byggð ný aðstaða inn í hana og þar á meðal stækka starfs­manna­klef­ar og starfs­mannaaðstaða aðeins.“

Rekst­ur IKEA á Íslandi hef­ur gengið vel og seg­ir Stefán af­kom­una hafa verið góða síðastliðin ár. Hagnaður Mikla­torgs, rekstr­araðila IKEA á Íslandi, hef­ur auk­ist jafnt og þétt. Fyr­ir­tækið hagnaðist um 210 millj­ón­ir króna á því rekstr­ar­ári sem lauk árið 2019, um 500 millj­ón­ir króna árið 2020 og um 820 millj­ón­ir króna árið 2021 og um 980 millj­ón­ir króna á síðasta rekstr­ar­ári.

Ný vöru­mót­taka og ný starfs­mannaaðstaða mun rísa. Gler­bygg­ing­in sem skag­ar út yfir vöru­mót­tök­una mun hýsa skrif­stof­ur með út­sýni yfir Reykja­nes­braut til norðurs. Tölvu­teikn­ing/​IKEA

Áætluð verklok haustið 2024
Ljóst er að um já­kvæðar breyt­ing­ar er að ræða fyr­ir bæði starfs­fólk og viðskipta­vini IKEA á Íslandi. Fram­kvæmda­stjór­inn er spurður hvenær allt eigi að verða klárt.

„Áætluð verklok eru haustið 2024 og allt er á áætl­un en ég vil ekki gefa ná­kvæma dag­setn­ingu,“ seg­ir Stefán Rún­ar og glott­ir.

Hús­næði IKEA séð frá Reykja­nes­braut til aust­urs. Tölvu­teikn­ing/​IKEA

Heimild: Visir.is