Home Fréttir Í fréttum Styrkur Ölfusárbrúar í athugun

Styrkur Ölfusárbrúar í athugun

94
0
Óvíst er hvort Ölfusárbrúin á Selfossi hefur næga burðargetu til að á hana megi setja rör sem flytja ættu heitt vatn sem fannst við jarðboranir nýverið. mbl.is

Óvíst er hvort Ölfusár­brú­in á Sel­fossi hef­ur næga burðargetu til að á hana megi setja rör sem flytja ættu heitt vatn sem fannst við jarðbor­an­ir ný­verið.

<>

Borað var á dög­un­um eft­ir vatni á vest­ur­bakka ár­inn­ar þar sem heit­ir Foss­nes, sem er sunn­an við sölu­skála og slát­ur­hús þegar ekið er inn í bæ­inn. Jarðhita­leit­in þar skilaði því sem vænst var; það er 85 gráðu heitu vatni og magnið er 30 lítr­ar á sek­úndu. Þetta vatns­magn ætti að duga 1.000 manna byggð, en vegna mik­ill­ar fólks­fjölg­un­ar í Árborg að und­an­förnu er hita­veit­an í bæn­um kom­in að þol­mörk­um. Það kom vel í ljós í vet­ur þegar brunagadd­ur var á land­inu um all­langt skeið.

Sig­urður Þór Har­alds­son, veit­u­stjóri í Árborg, seg­ir næst á dag­skrá að beisla vatns­rennsli úr hol­unni og veita því til byggðar.

„Áskor­un­in er að koma lögn­un­um alla leið. Rör með því vatns­magni sem fannst vega 5-6 tonn sem menn spyrja sig nú hvort brú­in ráði við. Það eru sér­fræðing­ar Vega­gerðar að reikna út,“ seg­ir Sig­urður Þór.

Í þessu sam­bandi minn­ir hann á að Ölfusár­brú­in hafi verið byggð fyr­ir bráðum 80 árum og kom­in á tíma. Því er kom­inn í full­an gang und­ir­bún­ing­ur að smíði nýrr­ar brú­ar sem verður spöl­korn ofan við Sel­foss­bæ. Hugs­an­legt er því að heita­vatns­lögn frá bor­hol­unni nýju verði sett þar, sem aft­ur myndi þá seinka því að meira vatn og ylur ber­ist í bæ.

Heimild: Mbl.is