Home Fréttir Í fréttum Framkvæmdir við reiðhöll Sörla hefjast

Framkvæmdir við reiðhöll Sörla hefjast

228
0

Framkvæmdir við uppbyggingu á nýrri reiðhöll Sörla fara af stað nú um miðjan apríl. Gert er ráð fyrir að uppsláttur sökkla hefjist í byrjun júní og að uppsteypa sökkla fyrir reiðhöllina og húsnæðið verði í sumar og haust. Vorið 2024 fara framkvæmdir aftur á fullt við reisingu hallarinnar ásamt fullnaðarfrágangi húsnæðisins.

<>

Áætluð verklok eru á árinu 2025
Framkvæmdir við uppbyggingu á nýrri reiðhöll Sörla fara af stað nú um miðjan apríl. Gert er ráð fyrir að uppsláttur sökkla hefjist í byrjun júní og að uppsteypa sökkla fyrir reiðhöllina og húsnæðið verði í sumar og haust. Í vetur verður gert hlé á framkvæmdinni meðan stálvirki hallar verður í framleiðslu. Vorið 2024 fara framkvæmdir aftur á fullt við reisingu hallarinnar ásamt fullnaðarfrágangi húsnæðisins.

Öll óviðkomandi umferð um framkvæmdarsvæði bönnuð
Aðstaða verktaka verður innanhúss í norðurenda á núverandi húsnæði. Vinnusvæðið verður girt af með vinnugirðingu og verður öllum óviðkomandi óheimilt að fara inn á svæðið nema fylgd starfsmanna verktaka. Áætlanir gera ráð fyrir að reiðgólf hallarinnar verið tilbúið til notkunar í janúar 2024 þó áfram verði unnið í öðrum hlutum verksins.

Ný reiðhöll mun gjörbreyta aðstöðu hestafólks hjá Sörla
Þann 29. nóvember síðastliðinn undirrituðu Hafnarfjarðarbæjar, Eykt og Sörli samning um um byggingu nýrrar reiðhallar fyrir Hestamannafélagið Sörla. Ný reiðhöll mun gjörbreyta aðstöðu hestafólks hjá Sörla og opna á ný tækifæri fyrir mótahald innandyra.

Sörlastaðir og vallarsvæði Sörla er einstakt og samfélagið, umhverfið og umgjörðin sem Sörli byggt upp á svæðinu til fyrirmyndar. Ný bygging mun færa félagsmenn og gesti enn nær vellinum, nær íþróttinni og hestunum. Inni- og útiáhorfendaaðstaða mun renna saman og verður úr nýju húsi hægt að ganga út á hellulagða stétt ofan við nýja áhorfendabrekku við völlinn.

Tilkoma nýrrar byggingar mun hjálpa félaginu að bjóða upp á enn betra starf í uppbyggingu barna- og nýliðunarstarfsins og auka möguleika á kennslu og föstum æfingum fyrir félagsmenn Sörla. Keppnis- og afreksfólk félagsins fær loks glæsilega inniaðstöðu til æfinga.

Heimild: Hafnarfjordur.is