Lendager á Íslandi
Tímamótafundur fyrir verktaka, fasteignaþróunarfélög, verkfræðistofur, arkitektastofur, sveitarfélög og háskóla.
Á fundinum verður kynnt vegferð norrænna og íslenskra stjórnvalda og þau nýju tækifæri og framfarir sem sem felast í grænum umbreytingum í framkvæmd mannvirkjamála.
Anders Lendager verður lykilfyrirlesari, en hann er danskur arkitekt sem hefur tekið málefnið í sínar hendur og sýnt fram á að það er hægt að taka grænt stökk í mannvirkjagerð. Hann mun halda leiðandi erindi þar sem hann kynnir hugmyndafræðina, nýtt sjónarhorn og ný atvinnutækifæri sem felast í breytingunum. Þetta er tímamótaviðburður sem enginn í bransanum má láta framhjá sér fara. Leiðandi aðilar kynna þær umbreytingar sem eru í farvatninu.
Skráning á tímamótafund
Staður: Grand hótel Sigtúni – salurinn Háteigur
Stund: 27. apríl kl. 13:00-16:20
Dagskrá
13:00 Ávarp
Um græna vegferð í mannvirkjagerð og fyrirætlanir stjórnvalda hérlendis og á Norðurlöndunum, breiðara samtal og samþættingu málaflokka sem varða húsnæði og mannvirki á Íslandi.
13:10 Anders Lendager – The invention of the (un)natural system. Ný dönsk saga um ljóta andarungann
Um vegferð Lendager frá hönnun til framleiðslu á grænum byggingarefnum og hvernig það tengist breytingum á lögum og reglugerðum. Margvísleg dæmi um farsæl verkefni og tækifæri til stofnunar sprotafyrirtækja. Ný hönnunarhugsun og ný nálgun í framleiðslu.
13:50 Helle Redder Momsen, stjórnandi Nordic Sustanable Construction
Norræna samstarfið og vegferðin hjá Nordic Sustainable Construction. Kröfur og reglugerðir í farvatninu á Norðurlöndunum. Mikilvægi tilraunaverkefna og endurnotkun byggingarefna.
14:05 Þóra Margrét Þorgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Mannvirkja og sjálfbærni hjá HMS
Íslenska vegferðin. Byggjum grænni framtíð og þátttaka Íslands Í norrænu samstarfi. Hvað breytingar eru í farvatninu og hverju má búast við? LCA-vegferðin, orkuflokkun íbúða, skattar og græn fjármögnun, losunarlausir verkstaðir og steypureglugerðin.
14:20 Áróra Árnadóttir, framkvæmdastjóri Grænni Byggðar
Verkefni sem Grænni byggð vinnur að eins og losunarlausir verkstaðir og Circon hringrásarverkefnið. Fjárhagslegur og umhverfislegur ávinningur umhverfisvottana.
14:35 Hlé
14:50 Arnhildur Pálmadóttir, arkitekt og meðeigandi Lendager á íslandi
Arkitektúr og mannvirkjagerð með sjálfbærni og hringrásarhagkerfið að leiðarljósi. Innleiðing hringrásararkitektúrs á Íslandi með Lendager Danmörku. Dæmi um hönnunarverkefni og hugvekja um staðbundin hráefni.
15:05 Jukka Heinonen, prófessor í Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands
Borgarsamfélagið og þétting byggðar. Hringrásarhagkerfið.
15:20 Katarzyna Jagodzińska, verkefnastjóri hjá Grænni byggð
Hringrás í mannvirkjagerð: Getum við haldið áfram að byggja á sama hátt og áður? Hringrás og sjálfbærni í byggingariðnaði krefst endurhugsunar á núverandi aðferðum af hálfu allra í virðiskeðjunni, en hvernig gerum við það? Til að svara því verður varpað fram dæmum um aðgerðir.
15:35 Sigríður Ósk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri umhverfis- og gæðamála hjá Hornsteini
Loftslagsmarkmið, vistvæn steypa og byggingariðnaður. Vandi og tækifæri tengd séríslenskum aðstæðum.
15:50 Hrafnhildur Sif Hrafnsdóttir, verkefnastjóri Asks – mannvirkjarannsóknarsjóðs
Askur – mannvirkjarannsóknasjóður hefur reynst nauðsynlegt tæki til að hrinda verkefnum í framkvæmd og samfélag styrkhafa Asks myndar hreyfiafl framfara í iðnaðinum.
16:00-16:20 Pallborðsumræður
Nánari dagskrá birt síðar, fyrirvari um breytingar.
Heimild: Hms.is