Home Fréttir Í fréttum 132 milljarðar léttu róðurinn

132 milljarðar léttu róðurinn

112
0
Reykjavík. mbl.is/Sigurður Bogi

Stór hluti af sér­eign­ar­sparnaði lands­manna hef­ur verið nýtt­ur til kaupa á íbúðar­hús­næði og til að létta lána­byrði íbúðar­eig­enda.

<>

Nýtt yf­ir­lit sem fékkst í fjár­málaráðuneyt­inu leiðir í ljós að lands­menn hafa nýtt sam­tals rúm­lega 132 millj­arða kr. af sér­eign­ar­sparnaði sín­um í þau úrræði í hús­næðismál­um sem þeim hafa staðið til boða frá ár­inu 2014 og fram í fe­brú­ar síðastliðinn.

Um 81 þúsund manns hafa nýtt ein­hver þess­ara úrræða á þessu tíma­bili. Hafa lang­flest­ir kosið að nýta viðbót­ariðgjaldið til að greiða niður höfuðstól hús­næðislána og ráðstafað um 103 millj­örðum kr. til þess.

Ríf­lega 17 þúsund manns hafa nýtt sér heim­ild til að taka út upp­safnaðan sér­eign­ar­sparnað sinn til kaupa á sinni fyrstu íbúð eða til þess að lækka lán, sam­tals um 24 millj­arða kr.

Millj­arður í hverj­um mánuði

Í frum­varps­drög­um fjár­málaráðherra er lagt til að heim­ild til út­tekt­ar á viðbót­ariðgjaldi til sér­eign­ar­sparnaðar verði fram­lengd til 31. des­em­ber 2024 en að óbreyttu renn­ur hún út 30. júní nk. Þar kem­ur fram að á síðustu tveim­ur árum hef­ur um einn millj­arður verið greidd­ur inn á höfuðstól fast­eignalána um 20 þúsund ein­stak­linga í hverj­um mánuði.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is