VEV-2023-03 Geymir 4 á Reynisvatnsheiði Stálsmíði
Verkkaupi óskar eftir tilboðum í verkefnið: “Geymir 4 á Reynisvatnsheiði – Stálsmíði”.
Verktaki skal smíða og reisa um 10.500 m3 miðlunargeymi fyrir heitt vatn á athafnasvæði Veitna á Reynisvatnsheiði. Geyminn skal reisa ofan á steyptri undirstöðu sem er þegar til staðar.
Geymirinn er úr stáli með miðsúlu og þakburðarbitum. Í verkinu er innifalin öll stálvinna við geyminn, öll pípulögn þ.m.t. tengingar inn- og úttaks og yfirfalls í tengihúsi B við geyminn og undir honum.
Verktaki útvegar allt efni sem þarf til verksins. Klæðning og einangrun utan á geyminn er ekki hluti af þessu verki.
Útboðsgögn afhent: | 13.02.2023 kl. 10:00 |
Skilafrestur | 06.03.2023 kl. 14:00 |
Opnun tilboða: | 06.03.2023 kl. 14:00 |