Home Fréttir Í fréttum Lagt til að Lundur verði rifinn

Lagt til að Lundur verði rifinn

229
0
Nái tillaga Klettabjarga fram að ganga verða byggingar við Lund rifnar og byggð tvö sex hæða fjölbýlishús með alls 36 íbúðumálóðinni. mbl.is/Margrét Þóra

Fé­lagið Kletta­björg á Ak­ur­eyri, sem á lóðina við Viðju­lund 1, hef­ur óskað eft­ir leyfi skipu­lags­ráðs til að vinna breyt­ing­ar­til­lög­ur að gild­andi deili­skipu­lagi lóðar­inn­ar. Skipu­lags­ráð frestaði af­greiðslu máls­ins á fundi fyr­ir ára­mót og fól skipu­lags­full­trúa að ræða við um­sækj­anda um fram­hald máls­ins.

<>

Breyt­ing­ar­til­lag­an fel­ur í sér að heim­ilt verði að rífa nú­ver­andi íbúðar­hús á lóðinni, húsið Lund og bygg­ing­ar um­hverf­is það, og byggja þess í stað tvö sex hæða fjöl­býl­is­hús og hálfniðurgraf­inn bíla­kjall­ara.

Lóðin Viðju­lund­ur 1 er sam­kvæmt gild­andi aðal­skipu­lagi skil­greind sem íbúðar­húsa­svæði. Stærð lóðar­inn­ar er ríf­lega 3.500 fer­metr­ar og heild­ar­flat­ar­mál bygg­inga inn­an lóðar um 715 fer­metr­ar.

Á deili­skipu­lagi frá ár­inu 1989 er lóðin skil­greind sem íbúðar- og at­vinnu­lóð og með eldra gatna­fyr­ir­komu­lagi sem nú hef­ur orðið breyt­ing á. Árið 2002 var unn­in deili­skipu­lags­breyt­ing á vest­ur­hluta skipu­lags­svæðis­ins.

Kletta­björg leggja til í til­lögu sinni til skipu­lags­ráðs að all­ar bygg­ing­ar á lóðinni Viðju­lundi 1 verði rifn­ar og tvö stak­stæð fjöl­býl­is­hús, allt að sex hæðum auk kjall­ara, verði reist þar í staðinn með 36 íbúðum að há­marki. Í hálfniður­gröfn­um bíla­kjall­ara verði 36 bíla­stæði auk þess sem 30 opin bíla­stæði verði á þaki kjall­ar­ans.

Heimild: Mbl.is