Ríkiskaup fyrir hönd Framkvæmdasýslunnar – Ríkiseigna (FSRE), óskar eftir tilboðum í eftirlit og byggingarstjórnun á hönnun og verkfræmkvæmd verksins Litla Hraun – nýbygging og endurbætur.
Gert er ráð fyrir að byggðar verði allt að þrjár nýjar byggingar á svæðinu. Nýtt þjónustuhús með aðstöðu fyrir ráðgjafa og sálfræðinga, aðstöðu fyrir aðila sem þjónusta fangelsið, gestamóttöku, starfsmannaaðstöðu og fl. Ný varðstofa milli fangelsisálma og nýtt fjölnotahús á lóðinni. Helstu breytingar og endurbætur verða á elsta húsinu þar sem ný kennsluaðstaða verður ásamt skrifstofuálmu og fl.
Áætlaðar stærðir í verkefninu eru:
Nýbyggingar fyrir starfsemina eru áætlaðar 2.000 m2
Endurgerð á núverandi húsnæði 700 m2
Lagfæringar á lóð og umhverfi með uppskiptingu svæða
Í þessu verkefni er um að ræða samstarfsleið (Alliance). Búið er að ráða arkitektateymi og verktaka-verkfræðingateymi (VV-teymi). Sjá nánar í kaflanum Samstarfsleið.
Verklok eru áætluð í byrjun árs 2025.
FSRE fer með umsjón verksins og heyra störf eftirlits/byggingarstjóra því undir verkefnastjóra FSRE. Eftir undirritun samnings við valinn bjóðanda til eftirlits mun verkefnastjóri FSRE í samstarfi við viðkomandi skilgreina að fullu starfssvið eftirlits/byggingarstjóra og verkaskiptingu þeirra atriða sem snúa að eftirliti á verkstað. Þó verður haft til hliðsjónar skjal FSRE fyrir verkaskiptingu við eftirlit framkvæmda, sjá fylgiskjal. Bjóðandi skal sjá um lögbundið hlutverk byggingarstjóra.
Allar nánari upplýsingar um útboðið er að finna í útboðskerfi Ríkiskaupa, TendSign.is.
Leiðbeiningar varðandi útboðskerfið er að finna á heimasíðu Ríkiskaupa.