„Framkvæmdir við stækkun flughlaðs ganga vel og milda veðrið í nóvember og byrjun desember hafði sitt að segja.
Lokahnykkur á þeirri framkvæmd er að malbika bæði hlað og nýja akbraut og það verður gert næsta sumar. Útboðsgögnin eru í yfirferð og verða gögnin sett út núna um miðjan janúar,“ segir Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia Innanlandsflugvalla.
Rétt ár er frá því skrifað var undir samning milli Isavia Innanlandsflugvalla og Byggingafélagins Hyrnu um viðbyggingu við flugstöðina á Akureyri.
Viðbyggingin verður um 1.100 fermetrar að stærð og samningsupphæðin er ríflega 810 milljónir króna.
Heimild: Mbl.is