Umhverfissvið Mosfellsbæjar óskar eftir tilboðum í verkið Hamraborg – Langitangi, gatnagerð og lagnir.
Mosfellsbær óskar eftir áhugasömum aðilum til að taka þátt í útboði vegna verkefnisins Hamratangi – Langatangi, gatnagerð og lagnir.
Verkið felst í almennri gatnagerð, uppúrtekt og fyllingu, lagningu holræsakerfis, vatnslagna, hitaveitulagna og rafstrengja ásamt uppsetningu lýsingar.
Yfirborðsfrágangur er ekki með í þessu útboði.
Helstu magntölur:
- Uppúrtekt og tilflutningur á jarðvegi – 5.000 m³
- Losun klappar – 10 m³
- Fylling – 4.900 m³
- Fráveitulagnir – 850 m
- Vatnsveitulagnir – 230 m
- Hitaveitulagnir – 300 m²
Verkinu skal að fullu lokið 14. júlí 2023.
Útboðsgögn verða afhent á útboðsvef VSÓ frá og með kl. 10:00 þriðjudaginn 20. desember 2022.
Tilboðum skal skila gegnum útboðsvef VSÓ eigi síðar en þriðjudaginn 17. janúar 2023 kl. 14:00.
Ekki verður haldinn opnunarfundur en niðurstöður verða sendar bjóðendum og birtar á vef Mosfellsbæjar.