Home Fréttir Í fréttum Stærsta framkvæmdaár sögunnar framundan hjá Akraneskaupstað

Stærsta framkvæmdaár sögunnar framundan hjá Akraneskaupstað

191
0
Mynd: Skagafrettir.is

Bæjarstjórn Akranes samþykkti á fundi sínum í fyrradag þann 13.12.2022 að veita mesta fjármagni til þess í fjárfestingar og framkvæmdir á árinu 2023.

<>

Stærstu fjárfestingarverkefni næsta árs eru áframhald uppbyggingar á nýju íþróttahúsi við Jaðarsbakka og stórfelldar endurbætur og í raun endurbygging á hluta húsnæðis Grundaskóla.

Meðal annarra verkefna sem áætluð eru á næstu árum má nefna endurbætur á húsnæði Brekkubæjarskóla, byggingu húsnæðis fyrir áhaldahús, dósamóttöku og Búkollu og byggingu á nýjum íbúðakjarna fyrir fatlaða og samfélagsmiðstöð þar sem aðstaða verður fyrir fjölbreytta þjónustu á vegum bæjarfélagsins.

Á næstu árum verður unnið að verulegum framkvæmdum í gatnagerð, en í fjárfestingaáætlun er gert ráð fyrir að á árinu 2023 verði lagðar nýjar götur fyrir um 600 milljónir króna og þeirri gatnagerð svo haldið áfram af næstu ár þar á eftir.

Fylgiskjöl:

Heimild: Skagafrettir.is