Home Fréttir Í fréttum Ofmat á íbúafjölda hefur lítil áhrif á íbúðaþörf

Ofmat á íbúafjölda hefur lítil áhrif á íbúðaþörf

77
0
Frá framkvæmdum við Gróttubyggð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tvær stærðir eru ráðandi þegar kem­ur að mati á hversu mikið þarf að byggja af íbúðar­hús­næði, upp­söfnuð þörf ann­ars veg­ar og mann­fjöldaþróun hins veg­ar.

<>

Þor­steinn Arn­alds, töl­fræðing­ur hjá Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un, fór í dag yfir for­send­ur stofn­un­ar­inn­ar um þörf á upp­bygg­ingu. Til­efnið var há­deg­is­fund­ur þar sem nýtt mæla­borð íbúða í upp­bygg­ingu var kynnt.

Mæla­borðið á að varpa ljósi á stöðuna í raun­tíma, bæði eft­ir landsvæðum og sveit­ar­fé­lög­um, bygg­ing­arstigi, teg­und hús­næðis og fleira.

„Ann­ars veg­ar erum við að ræða stöðuna í nú­inu, hversu margt fólk vant­ar íbúðir, og hins veg­ar fjölg­un heim­ila til framtíðar og hvað þarf að bæta við mörg­um íbúðum vegna þeirra heim­ila.“

Þor­steinn Arn­alds. Ljós­mynd/Þ​orkell Þorkels­son

Upp­söfnuð þörf óljós

Þor­steinn Arn­alds seg­ir að nú­ver­andi mat á óupp­fylltri íbúðarþörf sé á bil­inu 1.500 til 6.500 íbúðir og að þörf­in fyr­ir nýj­ar íbúðir sé nærri 3.300 íbúðir á ári, næstu fimm árin.

Ef vinna á upp bæði óupp­fyllta þörf og mæta fólks­fjölg­un þyrfti að byggja 3.500 til 4.500 íbúðir á ári, næstu fimm árin. Matið er í sam­ræmi fyrri niður­stöður, áður en íbúa­fjöldi var end­ur­met­inn hér á landi og í ljós kom að hann væri of­met­inn um allt að 11.000 manns.

Óhætt er að segja að of­matið hafi ekki koll­varpað mati á íbúðaþörf, en áætlan­ir frá 2019 hafa all­ar gert ráð fyr­ir þörf upp á 3.000 til 4.000 íbúðum á ári.

Greina þarf bú­setu­form

„Of­matið á mann­fjöld­an­um hef­ur fyrst og fremst áhrif á upp­söfnuðu þörf­ina. Á móti kem­ur frá því að mann­talið var tekið hef­ur fólks­fjölg­un verið hraðari en mann­fjölda­spá gerði ráð fyr­ir. Þess vegna minnk­ar óupp­fyllta þörf­in minna en hægt væri að bú­ast við. Að sama skapi eru spár um fjölg­un til framtíðar óbreytt­ar og þess vegna er auk­in þörf í framtíðinni einnig óbreytt,“ seg­ir Þor­steinn í sam­tali við mbl.is.

Hann seg­ir sér­stak­lega áhuga­vert við grein­ing­una sem ligg­ur að baki mat­inu er hversu miklu máli fjöl­skyldu­stærðir og heim­ila­sam­setn­ing þeirra er og hvernig bú­setu­form hent­ar mis­mun­andi hóp­um.

„Eitt er al­veg ljóst í mín­um huga; það vant­ar frek­ari upp­lýs­ing­ar um þjóðina og mann­talið dreg­ur það al­veg fram. Við vit­um ekki ná­kvæm­lega hvað búa marg­ir í land­inu, við vit­um ekki hvar fólk býr eða hvernig það býr. Sem sagt í hvernig fjöl­skyldu­stærð og svo fram­veg­is.“

Þor­steinn bend­ir á að þjóðskrá hafi til þessa verið aðal­gagnið við mat sem þetta. Hún haldi aðeins utan um skráð fjöl­skyldu­form en fólk sem býr til dæm­is í at­vinnu­hús­næði geti ekki skráð lög­heim­ili sitt þar.

Heimild: Mbl.is