Home Fréttir Í fréttum Hryllilegt slys í málmsteypu – Datt ofan í 1.100 gráðu bráðið járn

Hryllilegt slys í málmsteypu – Datt ofan í 1.100 gráðu bráðið járn

349
0
Mynd úr safni. Mynd:Getty

39 ára bandarískur karlmaður lést samstundis þegar hann datt ofan í stóran tank með 1.100 gráðu heitu bráðnu járni í málmsteypu Caterpillar í Illonois í Bandaríkjunum í júní.

<>

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá bandaríska vinnueftirlitinu, Occupational Safety and Health Administration.

Maðurinn var sérfræðingur í verksmiðjunni og var að taka sýni af bráðnuðu járni þegar hann datt ofan í tankinn. Maðurinn hafði aðeins starfað í níu daga í verksmiðjunni.

Rannsókn vinnueftirlitsins leiddi í ljós að ef öryggisgrindur hefðu verið til staðar hefði verið hægt að koma í veg fyrir slysið. Rannsóknin leiddi einnig í ljós að málmsteypan lét starfsfólk oft vinna við hættulegar aðstæður þar sem það átti á hættu að detta ofan í stóra tanka með bráðnuðu járni.

Það er skylda samkvæmt lögum að fyrirtæki setji upp öryggisgrindur eða noti lok þegar hætta er á að starfsfólk detti ofan í hættuleg efni.

Niðurstaða vinnueftirlitsins var að Caterpillar hafi ekki staðið við lögbundnar skyldur sínar um að tryggja öryggi starfsfólk. Fyrirtækinu var gert að greiða 145.000 dollar í sekt.

Heimild: Dv.is