Home Fréttir Í fréttum Aðkallandi að byggja nýjan skóla á Seyðisfirði

Aðkallandi að byggja nýjan skóla á Seyðisfirði

161
0
Mynd: Austurfrett.is

„Heimastjórn áréttar að þörf fyrir nýtt skólahúsnæði á Seyðisfirði er afar aðkallandi því núverandi skólabygging er frá árinu 1907 og samræmist engan veginn nútíma kröfum um skólahúsnæði.“

<>

Þetta kemur fram í fundargerð heimastjórnar Seyðisfjarðar af fundi stjórnarinnar fyrir helgina, Þar segir að í fyrirliggjandi fjárfestingaáætlun er ekki gert ráð fyrir að framkvæmdir við nýtt skólahúsnæði á Seyðisfirði hefjist fyrr en 2025 og er það álit heimastjórnar að það sé með öllu óviðunandi.

„Heimastjórn leggur til við byggðaráð að endurskoða fjárfestingaáætlunina með tilliti til þess að farið verði í framkvæmdir strax í kjölfar fullnaðarhönnunar þannig að framkvæmdir geti hafist árið 2024,“ segir í fundargerðinni.

„Heimastjórn vill einnig minna á að uppsöfnuð viðhaldsþörf mannvirkja og gatnamála á Seyðisfirði lá ljós fyrir við sameiningu og ítrekar að framkvæmdir á skipulags- og eignasviði megi ekki líða fyrir þau umfangsmiklu verkefni sem hafa orðið til vegna ofanflóðamála.“

Heimild: Austurfrett.is