Home Fréttir Í fréttum Vilja fá lóð Listaháskólans

Vilja fá lóð Listaháskólans

182
0
Gísli Páll Pálsson, forstjóri Grundarheimilana. mbl.is/Hákon

„Við erum að leita að lóð í Reykja­vík fyr­ir hjúkr­un­ar­heim­ili með 200 rým­um og plássi fyr­ir 200 íbúðir fyr­ir aldraða. Það verður aðeins stærra en Mörk.

<>

Það þarf klasa af þess­ari stærðargráðu svo hægt sé að bjóða upp á sam­bæri­lega þjón­ustu og er í Mörk,“ seg­ir Gísli Páll Páls­son for­stjóri Grund­ar­heim­il­anna. Þau reka Grund, Ás, Mörk og Mörk 60+.

Þetta kom fram í Morg­un­blaðinu í gæ, fimmtu­dag.

Gísli seg­ir að þau hafi augastað á lóð Lista­há­skól­ans við Laug­ar­nes­veg. Málið hef­ur verið rætt við fjár­málaráðherra, heil­brigðisráðherra og borg­ar­stjóra.

Ríkið á eign­ina. Yfir 400 eru á biðlista eft­ir íbúðum hjá Grund­ar­heim­il­un­um.

Rætt er við Gísla Pál í til­efni af 100 ára af­mæli Grund­ar 29. októ­ber. Byggt verður 100 fm kaffi­hús við Grund á næsta ári. Opn­un heim­il­is í Hvera­gerði fyr­ir fólk með heila­bil­un er í und­ir­bún­ingi.

Heimild: Mbl.is