„Við erum að leita að lóð í Reykjavík fyrir hjúkrunarheimili með 200 rýmum og plássi fyrir 200 íbúðir fyrir aldraða. Það verður aðeins stærra en Mörk.
Það þarf klasa af þessari stærðargráðu svo hægt sé að bjóða upp á sambærilega þjónustu og er í Mörk,“ segir Gísli Páll Pálsson forstjóri Grundarheimilanna. Þau reka Grund, Ás, Mörk og Mörk 60+.
Þetta kom fram í Morgunblaðinu í gæ, fimmtudag.
Gísli segir að þau hafi augastað á lóð Listaháskólans við Laugarnesveg. Málið hefur verið rætt við fjármálaráðherra, heilbrigðisráðherra og borgarstjóra.
Ríkið á eignina. Yfir 400 eru á biðlista eftir íbúðum hjá Grundarheimilunum.
Rætt er við Gísla Pál í tilefni af 100 ára afmæli Grundar 29. október. Byggt verður 100 fm kaffihús við Grund á næsta ári. Opnun heimilis í Hveragerði fyrir fólk með heilabilun er í undirbúningi.
Heimild: Mbl.is