Fjárfestingafélagið Reir ehf. hagnaðist um 1,4 milljarða króna í fyrra og ríflega tvöfaldaði hagnað frá fyrra ári.
Fjárfestingafélagið Reir ehf. hagnaðist um 1,4 milljarða króna í fyrra og ríflega tvöfaldaði hagnað frá fyrra ári.
Söluhagnaður eignarhluta upp á 352 milljónir króna, gangvirðisbreytingar upp á 675 milljónir og áhrif dótturfélaga upp á 427 milljónir stóð nær alfarið undir hagnaði síðasta árs.
Eignir félagsins námu 4,9 milljörðum króna í lok síðasta árs, skuldir 291 milljón og eigið fé 4,6 milljörðum.
Félagið er í 86% eigu hjónanna Hilmars Þórs Kristinssonar og Rannveigar Eirar Einarsdóttur, en Bernhard Jakob Strickler á eftirstandandi 14% hlut. Reir á eignarhluti í fjölda dótturfélaga, meðal annars Reir verk ehf., sem er byggingarverktakafélag sem skilaði 174 milljóna króna hagnaði í fyrra.
Þá átti Reir 50% hlut í eignarhaldsfélaginu Akkelis, sem bókfærður er á 597 milljónir í bókum félagsins.
Í lok síðasta árs átti félagið hluti í nokkrum skráðum félögum á borð við Ölgerðina, Kviku, Sjóvá, Festi og Íslandsbanka. Reir er fimmti stærsti hluthafi Ölgerðarinnar með 5,8% sem metinn er á tæplega 1,8 milljarða miðað við gengi bréfa félagsins þegar þetta er skrifað.
Heimild: Vb.is