Home Fréttir Í fréttum Útlit fyrir að Vogar muni stækka mest

Útlit fyrir að Vogar muni stækka mest

224
0
Vogar á Vatnsleysisströnd. mbl.is/Árni Sæberg

Sveit­ar­fé­lagið Vog­ar mun á kom­andi árum taka mikl­um stakka­skipt­um þegar kem­ur að fjölg­un íbúa miðað við þann fjölda íbúða sem er í bygg­ingu í sveit­ar­fé­lag­inu.

<>

Sam­kvæmt taln­ingu Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un­ar og Sam­taka iðnaðar­ins er nú í bygg­ingu 22% af þeim fjölda íbúða sem fyr­ir er í sveit­ar­fé­lag­inu, en það er hæsta hlut­fallið á land­inu. Gæti þetta þýtt að íbú­um í sveit­ar­fé­lag­inu gæti fjölgað um 300 á næstu 2-4 árum, en til sam­an­b­urðar voru skráðir íbú­ar þar í byrj­un árs 1.354.

Næst hæsta hlut­fall íbúða í bygg­ingu sem hlut­fall af nú­ver­andi fjölda íbúða er í Hörgár­sveit í Eyjaf­irði, en þar er hlut­fallið 20%. Á Suður­landi má einnig finna sveit­ar­fé­lög þar sem örar breyt­ing­ar eru að eiga sér stað, en hlut­fallið í Ölfusi er 14,7% og í Árborg 13,4%.

Á höfuðborg­ar­svæðinu er út­lit fyr­ir að Hafn­ar­fjörður og Garðabær muni stækka mest, en þar er hlut­fallið 13,3% og 12%.

Hægt er að sjá heild­ar­yf­ir­lit um hvar mest hlut­falls­leg upp­bygg­ing er á land­inu sam­kvæmt taln­ingu HMS og SÍ í töfl­unni hér að neðan, en taln­ing­in leiddi meðal ann­ars í ljós að fram­kvæmd­ir eru hafn­ar við sam­tals 8,113 íbúðir á land­inu öllu og hef­ur þeim fjölgað um 35,2% milli ára. Flest­ar eru íbúðirn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu, eða 70,2%.

Graf/​HMS

Heimild: Mbl.is