Home Fréttir Í fréttum Sagan víkur fyrir stórhýsi

Sagan víkur fyrir stórhýsi

440
0
Húsið stendur við Veghúsastíg sem er litil gata í Skuggahverfi milli Klapparstígs og Vatnsstígs. Ljósmynd/Aðsend

Reykja­vík­ur­borg hef­ur ákveðið að aug­lýsa breyt­ingu á deili­skipu­lagi Skugga­hverf­is vegna lóðar nr. 19 við Klapp­ar­stíg. Þar með sér vænt­an­lega fyr­ir end­ann á ára­löng­um deil­um um upp­bygg­ingu á þess­ari verðmætu lóð á horni Klapp­ar­stígs og Veg­húsa­stígs.

<>

Ákvörðunin var tek­in á fundi um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs Reykja­vík­ur í síðustu viku.

Afar skipt­ar skoðanir eru á þess­ari niður­stöðu og er Guðjón Friðriks­son sagn­fræðing­ur einn þeirra sem mót­falln­ir eru niðurrifi húss­ins. „Mér er sárt um þetta því þetta er eitt af þess­um fal­legu gömlu hús­um í bæn­um og þessi gata er líka af­skap­lega vina­leg,“ seg­ir Guðjón í sam­tali við mbl.is.

Hann seg­ir dæmi um vel heppnaðar end­ur­bæt­ur á göml­um hús­um sem hafa verið end­ur­byggð í sömu mynd og þannig sög­unni viðhaldið.

Mik­il lík­indi séu með hús­inu og húsi við Vörðustíg í Hafnar­f­irði sem þyki afar vel upp­gert.

Lík­indi eru með hús­inu og upp­gerðu húsi við Vörðustíg í Hafnar­f­irði. Ljós­mynd/​Aðsend

Heil gata kennd við húsið

„Veg­hús er eitt af þess­um hús­um sem búa yfir mik­illi sögu enda er heil gata í gömlu Reykja­vík kennd við það. Bær­inn Veg­hús var kom­inn þarna um 1840 og vafa­laust nefnd­ur eft­ir al­fara­vegi Reyk­vík­inga sem lá í gegn­um Skugga­hverfi inn í Þvotta­laug­ar áður en Lauga­veg­ur kom,“ seg­ir Guðjón.

„Mér finnst að það verði – þegar það er um að ræða svona göm­ul hús, og þá sér­stak­lega svona fal­leg göm­ul hús, að það eigi að varðveita þau á sín­um stað. Þá er einnig ansi lítið eft­ir af hinu gamla Skugga­hverfi en það er búið að byggja gríðarlega mikið af stór­hýs­um og finnst mér mik­il­vægt að eitt­hvað sé varðveitt af þessu eldra,“ seg­ir hann jafn­framt.

Stór­hýsi eru afar áber­andi í Skugga­hverf­inu. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Heimild: Mbl.is