Ríkiskaup, fyrir hönd, Framkvæmdasýslan – Ríkiseignir (FSRE), kt. 510391-2259,óskar eftir umsóknum um þátttökurétt verktaka (verktaki með verkfræðiteymi) í forvali fyrir lokað útboð á verkfræðihönnun og framkvæmd vegna nýbygginga og breytinga og endurbóta á núverandi húsnæði fangelsins á Litla Hrauni.
Áætlaður hönnunar og framkvæmdakostnaður er um 2,1 milljarður.
Áætlaðar stærðir í verkefninu eru:
- Nýbyggingar fyrir starfsemina eru áætlaðar 1.300 m2
- Endurgerð á núverandi húsnæði 2.000 m2
- Lagfæringar á lóð og umhverfi með uppskiptingu svæða
Forvalið er opið öllum hæfum umsækjendum og er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu samkvæmt 4. mgr. 23. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016 (OIL).
Allar nánari upplýsingar um ferlið og útboðsskilmála er að finna gjaldfrjálst í útboðskerfi Ríkiskaupa, TendSign, á vefslóðinni https://tendsign.is/
Leiðbeiningar um skráningu og skil á tilboðum er hægt að nálgast á heimasíðu Ríkiskaupa.