Home Fréttir Í fréttum Skurðgrafa fór í höfnina á Borgarfirði eystra

Skurðgrafa fór í höfnina á Borgarfirði eystra

254
0
Mynd: RÚV - Ágúst Ólafsson
Skurðgrafa fór í sjóinn í höfninni á Borgarfirði eystra í morgun. Gröfustjórinn komst hjálparlaust í land og sakaði ekki.

Grafan var við framkvæmdir í smábátahöfninni við Hafnarhólma á Borgarfirði. Talið er að malarpúði hafi gefið sig undan beltum gröfunnar þannig að hún rann í sjóinn.

<>

Stjórnandi gröfunnar komst út af sjálfdáðum og náði að stökkva í land. Hann sakaði ekki.

Grafan maraði í hálfu kafi til að byrja með, en fór öll í kaf á flóði síðdegis. Hún er enn í sjónum og bíður þess að verða dregin á þurrt.

Heimild: Ruv.is