Home Fréttir Í fréttum Félagsbústaðir sviptir byggingarleyfi á Vesturgötu

Félagsbústaðir sviptir byggingarleyfi á Vesturgötu

417
0
Nýtt hús á Vesturgötu 67 er talið munu stinga í stúf í götumyndinni. Fréttablaðið/Valli

Byggingarleyfi vegna fjögurra hæð húss Félagsbústaða á Vesturgötu 67 sem borgaryfirvöld veittu í janúar á þessu ári hefur verið fellt úr gildi. Verið er að byggja fjögurra hæð hús með sex íbúðum og starfsmannarými á lóð þar sem áður var talsvert minna hús.

<>

Þrátt fyrir andstöðu nágranna sem sögðu hið nýja kassalaga hús á skjön við götumyndina og þar með ekki uppfylla skilmála deilskipulags réðst borgin í framkvæmdir við hið nýja hús. Félagsbústaðir hf. höfðu á árinu 2020 fengið deiliskipulagi breytt svo í stað húss upp á tvær og hálfa hæð má byggja fjögurra hæða hús.

„Öll aðliggjandi hús og öll hús í nærliggjandi götum séu með mænisþaki, en á Vesturgötu 67 eigi að reisa hús sem sé kassalaga með flötu þaki. Það passi alls ekki inn í götumyndina,“ segir um sjónarmið þeirra sem kærðu málið til úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála. Nefndin tekur undir með nágrönnunum.

„Verður að telja að götuhlið Vesturgötu 67 muni stinga verulega í stúf við aðliggjandi hús sem öll eru með mænisþaki og reglubundna gluggasetningu,“ segir í umfjöllun úrskurðarnefndarinnar.

„Verður því ekki séð að við hönnun götuhliðar hússins hafi verið tekið tillit til aðliggjandi húsa eins og kveðið er á um í skilmálum skipulagsins með skýrum hætti, en hvorki Reykjavíkurborg né leyfishafi hafa fært fram rök fyrir því hvort og þá með hvaða hætti það hafi verið gert.“

Heimild: Frettabladid.is