Home Fréttir Í fréttum Umferðarteppa hjá IKEA vegna malbikunarframkvæmda

Umferðarteppa hjá IKEA vegna malbikunarframkvæmda

169
0
Mynd: Laufey Birgisdóttir - Aðsend
Beygjurampurinn við Kauptún niður á Reykjanesbraut er lokaður vegna malbikunarframkvæmda.
Búið er að lækka hámarkshraða fram hjá framkvæmdasvæðinu en þung umferð hefur verið á svæðinu í morgun. Fólk hefur beðið í bílaröð í allt að 45 mínútur að sögn vegfaranda sem fréttastofa ræddi við.
Mynd: Laufey Birgisdóttir – Aðsend

Áætlað er að framkvæmdirnar standi til klukkan 15 í dag. Stefnt er að því að fræsa og malbika báðar akreinar á Bústaðavegi í suðurátt í kvöld og aðfaranótt þriðjudags.

<>
Mynd: Laufey Birgisdóttir – Aðsend

Alexandra Ýr Kolbeinsdóttir verkefnastjóri hjá Colas segir framkvæmdirnar ganga vel og veðrið hafi að mestu verið þeim hliðholt. Fólk má því búast við töfum á umferð í vikunni á höfuðborgarsvæðinu vegna malbikunarframkvæmdana.

Heimild: Ruv.is