Home Fréttir Í fréttum Harpa og Situs bótaskyld

Harpa og Situs bótaskyld

141
0
Harpan.Landsréttur féllst á bótakröfu ÍAV gegn Hörpunni ohf. og Situs ohf. mbl.is/Árni Sæberg

Lands­rétt­ur féllst í dag á bóta­kröfu Íslenskra aðal­verk­taka hf. (ÍAV) á hend­ur Hörpu tón­list­ar­húss og Sit­usi ohf.

<>

Var viður­kennd­ur rétt­ur ÍAV til skaðabóta óskipt úr hendi fé­lag­anna vegna tjóns sem hlaust af því að rétt­ur ÍAV í ramma­samn­ingi var ekki virt­ur.

Var Hörpu ohf. og Sit­us ohf. jafn­framt gert að greiða ÍAV 7 millj­ón­ir króna í máls­kostnað. Lands­rétt­ur sneri dómi héraðsdóms, sem sýknaði fé­lög­in af kröf­un­um.

ÍA varð fyr­ir tjón­inu við framsal á bygg­ing­ar­reit­um á lóð að Aust­ur­bakka 2 í Reykja­vík og ág­úst 2013.

Rétt­ur ÍAV ekki virt­ur við bygg­ingu bíla­kjall­ara

Fall­ist var á að Harp­an ohf. og Sit­us ohf. hefðu ekki gætt ekki að því, við framsal á bygg­ing­ar­reit­un­um, að kaup­end­ur þeirra skuld­byndu sig beint gagn­vart ÍAV til að virða rétt hans til verk­töku.

Leiddi það til þess að rétt­ur ÍAV var ekki virt­ur við bygg­ingu bíla­kjall­ara á þeirri fast­eign sem dóm­kröf­ur ÍAV lutu að.

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur sýknaði Hörpu ohf. og Sit­us ohf. af sömu kröf­um í mars síðastliðinn þar sem hann taldi að krafa fé­lags­ins væri fyrnd. Taldi dóm­ur­inn þá að Sit­us hefði ekki tekið á sig um­rædd­ar skyld­ur og að fé­lagið gæti ekki bakað sér skaðabóta­skyldu gagn­vart ÍAV.

Þá hefði Harpa ekki getað vikið sér und­an efna­skyld­um gagn­vart ÍAV á þeim grunni að fé­lag­inu hefði verið það ókleift við breytt eign­ar­hald á fast­eign­inni, að mati dóms­ins.

Heimild: Mbl.is