Home Fréttir Í fréttum Borgin sýknuð af 120 milljóna kröfu

Borgin sýknuð af 120 milljóna kröfu

193
0
Vogabyggð við Snarfarahöfn. mbl.is/Árni Sæberg

Hæstirétt­ur sýknaði í dag Reykja­vík­ur­borg af kröfu Sér­verks ehf. sem fór fram á ríf­lega 120 millj­óna krónu end­ur­greiðslu, auk vaxta, sem fyr­ir­tækið hafði greitt vegna innviðagjalda árið 2018 vegna upp­bygg­ingu í Voga­byggð í Reykja­vík.

<>

Sér­verk taldi álagn­ingu innviðagjalds­ins ólög­mæta og að tekju­öfl­un sveit­ar­fé­laga yrði að byggj­ast á heim­ild­um í lög­um, óháð því hvort um væri að ræða skatt­heimtu eða gjald fyr­ir þjón­ustu.

Hæstirétt­ur taldi að með 78. gr. stjórn­ar­skrár­inn­ar hefðu sveit­ar­fé­lög sjálf­stætt vald, inn­an ramma laga, til að taka ákv­arðanir um nýt­ingu og ráðstöf­un tekna og yrði að játa þeim svig­rúm til að ákveða for­gangs­röðun inn­an þess ramma, þar á meðal hvort tekj­ur af einka­rétt­ar­leg­um samn­ing­um rynnu að ein­hverju marki til lög­bund­inna verk­efna.

Borg­ar­stjór­inn seg­ir niður­stöðuna mikið fagnaðarefni. Sam­tök iðnaðar­ins hafi und­an­far­in miss­eri og ár haft uppi stór orð um þessa samn­inga og staðið á bak við máls­sókn­ir á öll­um dóms­stig­um „og hafði borg­in alls staðar sig­ur: í héraðsdómi, Lands­rétti og nú Hæsta­rétti.“

Álagn­ing­in stæðist ekki

Sér­verk ehf. er eig­andi lóðar­inn­ar Kuggu­vogs 9, áður Kuggu­vog­ur 5, í Reykja­vík sem er í Voga­byggð. Verk­taka­fyr­ir­tækið keypti lóðina af Voga­byggð ehf. árið 2017.

Í kaup­samn­ingn­um seg­ir meðal ann­ars að kaup­anda, Sér­verki, sé kunn­ugt um sam­komu­lag milli Voga­byggðar, Hamla og Reykja­vík­ur frá 2016 um skipu­lag, upp­bygg­ingu og þróun á svæði í Voga­byggð Reykja­vík. Með kaup­samn­ingn­um yf­ir­tók Sér­verk öll rétt­indi og skyld­ur sam­kvæmt veðskulda­bréfi sem Voga­byggð ehf. gaf út árið 2017 áður en kaup­in áttu sér stað. Upp­greiðslu­verð þess í októ­ber 2018 var rúm­lega 120 millj­ón­ir króna.

Í sept­em­ber árið 2018 skrifaði fyr­ir­tækið til Reykja­vík­ur­borg­ar og sagði að álagn­ing innviðagjalds­ins stæðist ekki því ekki væru heim­ild­ir í lög­um til inn­heimtu þess. Rúmaðist innviðagjaldið ekki inn­an tekju­öfl­un­ar­heim­ilda sem borg­in hefði á einka­rétt­ar­leg­um grunni. Sér­verk krafðist því að borg­in myndi end­ur­greiða innviðagjaldið en hún varð ekki við þeirri beiðni.

Í niður­stöðu Hæsta­rétt­ar seg­ir m.a. að sveit­ar­fé­lög­um sé í lög­um heim­iluð ým­iss kon­ar gjald­taka í formi skatta og þjón­ustu­gjalda sem teng­ist skipu­legi og mann­virkja­gerð, svo sem inn­heimta skipu­lags­gjalds, bygg­ing­ar­leyf­is­gjalds og gatna­gerðar­gjalds.

Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri tjáði sig um málið á Face­book í dag. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Niðurstaðan fagnaðarefni

Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri seg­ir í færslu á Face­book að niðurstaða Hæsta­rétt­ar sé mikið fagnaðarefni. Mikið hafi verið und­ir í þess­um dóms­mál­um en að um­rædd­ir samn­ing­ar hafi verið lyk­il­verk­færi m.a. við að end­ur­skipu­leggja göm­ul at­hafna­svæði í Voga­byggð og Ártúns­höfða, og þétt­ing­ar­reiti mun víðar. Vill hann hrósa öll­um sem hafa komið að mál­um þess­um af hálfu borg­ar­inn­ar.

„Því viðhorfi að verk­tak­ar ættu að geta hirt all­an gróðan af umbreyt­ingu borg­ar­inn­ar en skilið kostnaðinn við end­ur­nýj­un hverf­anna eft­ir hjá sam­fé­lag­inu hef­ur al­ger­lega verið hafnað. Um leið ligg­ur fyr­ir að sveit­ar­fé­lög geta með samn­ing­um stuðlað að fjölg­un fé­lags­legra íbúða og fé­lags­legri blönd­un að for­dæmi Reykja­vík­ur. Það er sann­ar­lega í þágu betra sam­fé­lags og al­manna­hags­muna,“ seg­ir í færsl­unni.

For­dæm­is­gildi

Reykja­vík­ur­borg hafði áður verið sýknuð af öll­um kröf­um í héraði og fyr­ir Lands­rétti en fall­ist var á beiðni um áfrýj­un­ar­leyfi sök­um þess að dóm­ur í mál­inu gæti haft for­dæm­is­gildi um heim­ild­ir sveit­ar­fé­laga til tekju­öfl­un­ar á einka­rétt­ar­leg­um grund­velli.

Í dómi Hæsta­rétt­ar seg­ir að hinn áfrýjaði dóm­ur skuli vera óraskaður og að Sér­verk greiði Reykja­vík­ur­borg 1,2 millj­ón­ir króna í máls­kostnað fyr­ir Hæsta­rétti.

Heimild: Mbl.is